Úrval - 01.03.1964, Page 170
160
ÚRVAL
ve.lt var að glima við, og þvi
hefur hið „venjulega“ líf T.R.
sérstakan boðskap að flytja
okkur. Enginn maður hefur ver-
ið sannari persónugervingur
þeirrar einbeitni, þess fram-
kvæmdavilja, þess hugrekkis og
þeirrar bjartsýni, sem Amerika
hefur ætíð elskað. Ættjarðarást
hans, heilsteypt skapgerð og lifs-
gleði fann enduróm í sérhverju
hjarta. Ummæli enska stjórn-
málamannsins Johns Morleys lá-
varðar klingja enn í eyrum, þótt
mörg ár séu nú liðin:
„Sko, Roosevelt er ekki Am-
eríkumaður ... Hann er sjálf
Ameríka!"
AÐSTOÐ VIÐ ÖNDUN.
Sagt er, að þeir, er þjást af asthma, bólgum í holum og fleiri
kvillum i öndunarfærum, létti nokkuð með því að nota uppfinn-
ingu nokkra, er læknir einn fann upp og nefnir „Climamask"
(Öndunargrimu). Hún fellur þétt að munni og nösum. Er hún
tengd rafstraumi, loftið er hitað upp í hæfdegt hitastig og bland-
að innöndunarolíu. Venjulegasta rafknúna gerðin er 200—250
volt og kostar tæp 55 sterlingspund ásamt innöndunarolíu.
English Digest.
VATNSHITARI, ER GENGUR FYRIR RAFHLÖÐU.
Eitt helzta vandamálið í ferðalögum og útilegum úti í guðs-
græ.nni náttúrunni er skjótvirk og þægileg aðferð til þess að sjóða
vatn. Tilvalið tæki til slíks er hinn svokallaði „Hot Rod“ (Hita-
prikið), sem gengur fyrir 12 volta bilarafhlöðu. Því er bara stung-
ið niður í ketil eða pott, og vatnið hitnar fljó.tt og vel.
English Digest.
NÝJUNG Á SVIÐI SÓLGLE'RAUGNA.
Verið er að gera tilraunir með liti í glerjum sólgleraugna.
Brátt má eiga von á nýrri gerð sólgleraugna, og verða gler
þeirra dekkri, þegar um skært sólskin er að ræða, en lýsast, þeg-
ar birtan er ekki eins skær. Stafar þetta af ljósnæmum lit,
sem notaður er til þess að lita glerin.
English Digest.