Úrval - 01.09.1964, Blaðsíða 16
14
ÚRVAL
ið sé oft ekki sárara en tann-
pína,“ ritar Ernest Hemingway.
Öll læknisfræðiþekking virð-
ist benda til þess, að dánartil-
finningin sé áþekkust þvi að
sofna. Og fyrir þann, sem tekur
dauðanum eins og þjónustu við
hugsjón, eða endi á ævistarfi,
getur hann verið blessunarrík-
ur. Það væri auðveldara að taka
honum af fúsu geði, ef vér viss-
um að vér hefðum gert skyldu
vora i lífinu.
Ennfremur mundi afneitun
veraldargæða og viðskilnaður-
inn við ástvinina valda oss
minni dapurleika, ef vér værum
oss þess meðvitandi að vér létum
eftir oss arfleifð ástar, sköpun-
ar, góðvilja, réttsýni og hug-
sjóna. „Látum oss vera skáld
lífs vors,“ sagði heimspeking-
urinn Ortega y Gasset, „með því
að skapa lífi voru hinn Ijúfa
hrynjanda innblásins dauða.“
En verstur er óttinn við hið
ókunna, líkt og myrkfælnin í
barnæsku. Leysist lífsfrymi vort
einfaldlega upp í sín uppruna-
legu frumefni og liverfur út í al-
heiminn, eða heldur hin marg-
breytilega myndabók, sem vér
nefnum meðvitund, áfram að
vera til? Carl Gustav Jung sagði:
„Úrslitaspurning mannsins er
þessi: Á liann skylt við nokkuð,
sem er eilíft?Því að aðeins ef vér
vitum, að það sem allt á veltur
sé eilift, getum vér forðazt að
beina áhuga vorum ag athygli
að hégómlegum hlutum, og
keppa að alls konar takmörkum,
sem hafa ekkert raunverulegt
gildi.“
Það kynni að hjálpa til að
eyða ótta vorum að minnast
þess, að ef vér værum gædd með-
vitund fyrir fæðingu, myndum
vér að líkindum finna til sama
óttans við hið ókunna er vér
yfirgefum skuggaveröld móður-
lífsins, þar sem ríkir friður,
þögn og myrkur og komum út
í bjarta veröld lífsins, með há-
vaða sínum, þys og kulda. Vér
ættum að kunna að flytjast inn
í óþekkta veröld dauðans á
sama hátt og inn í lífið í fæð-
ingunni, ekki sízt sökum þess,
að er vér deyjum höfum vér
það umfram að hafa lifað, að
hafa fjársjóð minninganna —
um aflokin verkefni, um kær-
leika og blíðu, um uppfylltar
skyldur vorar við ást og göfug-
lyndi.
Vér leggjum rækt við vilja
vorn til að lifa, en því miður
vanrækjum vér að leggja rækt
við vilja vorn til að deyja á
réttan hátt. Vér æskjum dauðans
aðeins á augnablikum svörtustu
örvæntingar eða ákafrar gleði.Ef
vér yrðum að líta á það sem líf-
eðlisfræðilega nauðsyn, líkt og
hungur og þorsta, mundum vér