Úrval - 01.09.1964, Page 59
SÖGULEG FUGFERÐ
stígvélum og breiddu rauðan við-
hafnarrenning á flugbrautina, og
áttum við að ganga á honum.
Við flugum yfirleitt í 2000
feta hæð og á ósköp slcikkan-
legum hraða eða 85 mílur á klst.
Því fór brátt að bera á svipuð-
um tilhneigingum hjá okkur far-
þegunum og vart verður við hjá
bifreiðafarþegum, sem vilja
stýra bílnum úr aftursætinu. Til
jjess að komast til Albuquerque
átti maður t. d. að fylgja þjóð-
vegi nr. 66, beygja síðan til
hægri yfir uppþornaðan árfar-
veg og fljúga síðan eftir járn-
brautarteinunum. Flugmaðurinn
hélt þvi fram, að við hefðum
farið fram úr bifreið á þjóð-
vegi nr. 66, en ég hélt því fram,
að bíllinn hefði staðiö þar kyrr.
Margir bílar fóru fram úr okkur.
Á leiðinni frá Indianapolis til
Dayton tóknm við á okkur smá-
krók og fiugum yfir Antiochskól-
ann, sem einn af farþegunum
liafði gengiö í. í Pittsburg kom
frú Telma Jean Hiatt Harman,
fyrsta flugfreyja TWA, til þess
að bera okkur síðasta liádegis-
vcrðinn okkar um borð. Nú var
hún orðin amma. Hún var í sama
hvíta einkennisbúningnum, sem
hún hafði verið í, þegar hún
bar fram mat í DC-2-vélunum,
en í fyrstu áætlunarferðum
Blikkgæsarinnar hafði það starf
failið í hlut annars flugmanns-
57
ins. Er Telma Jean minntist
gömlu daganna, sagði hún meðal
annars: „Við vorum vön að
segja: Við berum matinn fram á
bakka og komum svo aftur með
hann í pokum.“
Okkur fannst vera mikið af
sundlaugum milli Philadelphiu
og Princeton, og þar sáum við
mann einn vera að slá grasflöt-
ina sína. Hann var á strigaskóm.
Það sáum við greinilega. Við
fylgdum New Jersey-bílabraut-
inni miklu alla leið til Newark
og notuðum hliðarveg nr. 14 til
þess að komast til flugvallarins.
Og við vissum, að þetta var
Newark, vegna þess að það stóð
skýrum stöfum á flugskýlinu.
Það hafði tekið okkur fulla
þrjá daga eða 54 stundir og 7
mínútur að komast til Newark
eða einum degi lengur en fyrsta
áætlunarflugið bafði tekið. \
meðan við flugum rétt yfir trjá-
toppunum yfir þvert meginland-
ið, hafði 25.000 manns einnig
flogið yfir þver Bandaríkin í
samtals 350 þotum, sem flugu í
35.000 fcta hæð. En ég held þ' í
fram, að við i Blikkgæsinni höf-
um verið einu farþegarnir, sem
vissu í rauninni, hvert þeir
höfðu farið.
Og einhvern veginn var því
nú svo farið, að við urðum dá-
litið montin, þegar við sáum
flugvallarstarfsmanninn í New-