Úrval - 01.05.1965, Page 9
7
r
v.
Vandaðu mál þitt
J
Hér fara á eftir 15 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu þína í íslenzkri tungu og auk þú við orðaforða þinn með því
að finna rétta merkingu. Gættu þess, að stundum getur verið um fleiri en eina
rétta merkingu að ræða.
Til gamans getur lesandi gefið sjálfum sér einkunn og metið þannig getu
sína, þ. e. 0,75 fyrir hvert rétt svar og tilsvarandi lægri einkunn fyrir svarið,
ef um er að ræða fleiri en eina rétta merkingu og hann hefur aðeins tekið
fram aðra eða eina þeirra.
1. fnykur: þytur vatnaskrímsli, lipur, fýla, rykkorn, skellur, gæðingur, skjót-
ur, undirförull, orðrómur.
2. að himpa: að toga, að lyfta, að læðast, að skjögra, að æða, að drattast,
að stama, að rifast, að jagast, að láta vel að.
3. hallkvæmur: hlutdrægur, gagnlegur, aflíðandi, óhlutdrægur, fáskiptinn,
afskiptasamur, brattur, umtalsillur, áleitinn, ráðagóður.
4. korpa: úrgangur, deila, hrukka, rykkorn, hrúga, hamagangur, ílát, kaup,
flík, kippa, dæld.
5. galvaskur: albúinn, ókvíðinn, heilsugóður, hugrakkur, hræðslugjarn, past-
urslítill, ofsaglaður, áreitinn, ofstopafullur, nýþveginn.
6. að gálmast: berjast, fara úr lagi, áreita, mistakast, heppnast, gera að
gamni sinu, láta eins og fifl, hendapt, vaxa upp, þreyfa fyrir sér, hamast.
7. að ambra: kvarta, bjástra, gefa frá sér hljóð (um ungbörn), syngja, skjögra,
gefa frá sér hljóð (um dýr), syrgja, leiðast, vera öðrum til leiðinda, hrópa.
8. að frassa: spýta, úðarigna, glefsa í, vanrækja, setjast þunglega, jagast,
gera veður út af engu, rífast, slást, slétthefla, fást við, hellirigna, blása
(um rok).
9. hniss: ódaunn, háð, óljósar fréttir, kvittur, hljóð, sem tjá skal vanþókn-
un, krot, blástur, illt umtal, hvísl, fiflslegur hlátur, lauslegur uppdrátt-
ur, undrun.
10. að hnjaska: berjast, fara illa með, jagast, bjástra við, rekast á, að færa
í lag, vagá, höggva.
11. nökkvi: rökkur, skip, skuggi, óvættur, ekkasog, Færeyingur, drengstauli,
klaufi, sorg, sorti, skýjabakki, leyndardómur, áhald.
12. rein: mjó landræma, stór spilda, lim, kvísl, klöpp, lön, hrúga, tákn, stöng,
áhald, atrenna, sprunga, hvít, ósaurguð, skær.
13. að rilla: velta, syngja, slangra, tralla, binda í knippi, herpa saman, hrópa,
hvísla, tala eintóma vitleysu, æsa upp, tína úr, ýta við e-u, toga í e-ð,
færa e-ð til.
14. hauður: hetta, land, sjór, fjall, jörð, auðn, hugrakkur, kjarklítill, tómur,
horfinn, neyð, undirgefinn, snjór, brim, geisli, hiklaus, tregur, torveldur.
15. að slyðra: lyfta upp með erfiðismunum, hrista, slefa, masa, ljóstra upp
um, hræðast, draga, ganga frá sverði, drattast, leka, hima, smjatta, berja,
binda.
Framhald á bls. 79j