Úrval - 01.05.1965, Qupperneq 10
/----------------------------------------------^
SNILLINGRR fl NORÐURSLODUM
/ fámennu þjóðfélagi frumstæðra Eskimóa eru 20 „fæddir" lista-
menn, er skapað hafa listaverk, sem hlotið hafa lof viða um heim.
Eftir Trevor Holloway.
V______________________________________________)
Á SLÓÐUM eitt þúsund
mílur innan við heim-
skautsbaug er sízt hægt
að búast við að finna
miðstöð lista í blóma
og framför. Þótt ótrúlegt megi virð-
ast er slík miðstöð til. Hinir þrjá-
tíu aðilar þessarar listamiðstöðv-
ar hafa vakið á sér hvað mesta eftir.
tekt í seinni tið meðal listamanna-
stétta víða um heim. Listmuna-
salar, minjasöfn og listasöfn sækj-
ast ákaft eftir verkum þeirra, og
eru sum þessara listaverka þegar
orðnir dýrmætir safngripir.
Lífsbaráttan við harðneskjuleg
náttúruskilyrði um aldaraðir hef-
ur fært Eskimóum Kanada heim
sanninn um gildi samvinnunnar.
Einn þátturinn i hinum breyttu að-
stæðum, og þeirri stefnu að deila
sem jafnast milli allra, er West
Baffin Eskimo kaupfélagið, en það
er starfrækt af eskimóískum lista-
og handíðamönnum, sem hafa
aðalbækistöð á Cape Dorset höfða
á suðurströnd hinnar eyðilegu
eyjar Baffin Island, sem er verzl-
unarstöð rúmlega þrjú hundruð
Eskimóa. Þarna er um að ræða
lítinn hóp manna og kvenna á
aldrinum átján til sextíu og fimm
ára. Meiri hluti þessa fólks er
hvorki læs né skrifandi. Eigi að
siður hefur verkum þessa fólks,
einstæðum útskurðarmyndum,
steinmyndum og selsskinnsprentun,
sem gefa lifandi lýsingu af lífshátt-
um fólksins, verið tekið af mikilli
hrifningu i svo fjarlægum löndum
sem Póllandi og Brasiliu.
Samvinnustarfið bar svo góðan
árangur fyrstu starfsárin þrjú —
1960—63 — að fyrir listmunina í
hinum nýja stil, sem þessi lista-
mannahópur gerði á þessu timabili,
vann hann sér inn furðulega.fjár-
hæð — sextíu þúsund dollara. Sum
fyrstu listaverkin, er búizt var
við að seljast myndu fyrir um tutt-
ugu dollara hvert á helztu lista-
verkasýningum veraldar, stórhækk-
uðu í verði, eða upp í hundrað
dollara. Þetta er álitinn einhver
óvenjulegasta þróun í listasögu sam-
tíðarinnar.
8
— Wide World —