Úrval - 01.05.1965, Page 12
10
ÚRVAL
ina úr efni, sem Department of
Northern Affairs lagði þeim til.
Miklar birgðir af efnivið til list-
vinnslunnar voru fluttar loftleiðis,
en Terry Ryan, kanadískur lista-
ma'ður, var ráSinn framkvæmda-
stjóri og leiSbeinandi við stofnun-
ina.
Þótt mikið sé unnið i listamið-
stöðinni sjálfri eru oft gerð frum-
drög að listmunum i fjarlægum
þorpum. Konur og veiðimenn safna
saman efni í listamiðstöðinni og
taka það með sér heim i kofa sina,
sem geta verið i hundruð mílna
fjarlægð. Á löngum vetrarmánuð-
um vinna þeir að listmunum sín-
um við daufa Ijósbirtu frá sellýsis-
lömpum. Á sumrin nota þeir sér
til hins itrasta stutta en sterka
birtu sólarinnar. Þessi nýja og ó-
vænta auðlind gerir þeim kleift
að verða sér úti um veiðitæki og
gildrur, sem þeir höfðu ekki efni
á að kaupa áður, og bæta lífskjör
sín almennt. En mest um vert er,
að þetta veitir þeim öryggiskennd,
sem þeir hafa aldrei áður þekkt
í þeirri harðneslcjulegu hirðingja-
tilveru, sem þeir búa við, og bygg-
ist á óvissum dýraveiðum og öfl-
un dýrafelda á einu harðbýlasta
landssvæði veraldar.
Innblásturinn sækja Eskimóarnir
til hinnar daglegu reynslu, sem þeir
fá í sifelldri baráttu við náttúru-
öflin, svo og til grúa af goð- og
helgisögum, sem þeim hafa verið
sagðar um aldaraðir. Hættur veiði-
mannsins, hinn stórskorni rost-
ungur lagður spjóti, æsandi vökur
við ísvakirnar, þar sem selirnir
koma upp til að anda, hreindýra-
veiðar með boga og örvum — allt
er þetta sýnt ljóslifandi í stíl, sem
er hvorttveggja í senn karlmennsku-
legur og sérstæður auk „einhvers"
sem er nýtt og lifandi og hrífur
þaulreynda listmunasafnara og
einnig fólk almennt.
Fyrsta sýning fyrir almenning