Úrval - 01.05.1965, Side 13
SNILLINGAR Á NORÐURSLÓÐUM
11
á listaverkum Eskimóanna var
haldin á Shakespearehátíðinni í
Ontario árið 1959 og var þar til
sýnis fremur litill fjöldi listmuna.
Stuðningsmönnum sýningarinnar
til algjörrar undrunar seldust list-
munir fyrir 20.000 dollara alls.
Sýningar, sem þar á eftir voru hafð-
ar í listasöfnum víðsvegar í Kan-
ada og Bandarikjunum vöktu stór-
kostlega hrifningu. Skinnstunga,
sem, gerð var af hinum fræga lista-
manni, Niviasksiak, sem nú er lát-
inn, og sem af mörgum var talinn
hafa haft meðfædda snilligáfu,
seldist fyrir sjö hundruð dollara.
Eftirspurnin eftir listmunum
Eskimóanna fór sívaxandi, og
heiðnir um skinnstungur og út-
skurðarmyndir komu frá tugum
landa, þar á meðal Hollandi, Norð-
ur Afriku, Ástralíu og Brasiliu.
Listaverk Eskimóanna á sýning-
um, sem haldnar voru í Póllandi,
Tékkóslóvakíu og Júgóslavíu fengu
frábæra dóma lijá listdómurum.
Ennfremur voru áform um að
kynna list Eskimóanna í Rússlandi.
Vegna hins stórkostlega áhuga,
sem fram hai'ði komið á listvinnu
listamiðstöðvarinnar á Cape Dor-
sethöfða, tóku ráðamenn stofnunar-
innar þá viturlegu ákvörðun að
leita ráða og ieiðbeininga hjá
reyndum listdómurum í Suður-
Kanada. Árangurinn varð sá, að
skipað var Listaráð kanadískra
Eskimóa, og skyldi ráðið hafa með
höndum að athuga ný dráttlistar-
mynztur, meta listrænt gildi, stuðla
að þvi, að varanleg listmenning
héldist óskert og áhrifarik, ákveða
söluverð listaverkanna, og yfir-
leitt tryggja það, að stefnt yrði að
listsköpun á svo háu stigi, sem
möguleg væri.
Listráðið skipar sex manna sjálf-
stæður hópur sérfræðinga, og með-
al þeirra eru sumar kunnustu per-
sónur innan kanadískra listamanna-
stétta, svo sem forstöðumaður
Nationai Gallery öf Canada og
Montreal Museum of Fine Arts,
prentari og listdómari, ritstjóri, og
kunnur listaverkasafnari í Toronto,
svo og iðnaðarsérfræðingur.
Þrátt fyrir framann og hinn ný-
fengna auð halda þessir listamenn
hins frosna norðurhjara enn áfram
að veiða rostunga, hvali og seli og
berjast við veðurhörku heimkynna
sinna. Ættu þeir að hverfa frá hefð-
bundnum lifnaðarháttum sínum
væri það hið sama og að slíta þá
úr tengslum við einmitt þau lifs-
viðhorf, sem veita þeim innblást-
uvinn til iistsköpunarinnar, og ein-
mitt við þann lífsanda, sem ríkir
á yztu mörkum hinnar ævarandi
fannbreiðu.
Jólaveizlurnar í skrifstofunum síðasta daginn fyrir jól eru ekki nærri
eins vinsælar og þær voru hérna áður fyrr, og Þykir víst engum skrýt-
ið. Hver ætli kæri sig um að fara að „kela" við rafeindareiknivélar?
Earl Wilson