Úrval - 01.05.1965, Side 14
|N
Ú HEF É G lokið aí
heilu ári án þess að
reykja, eftir að hafa
reykt að meðaltali
einn og hálfan pakka
af sígarettum á dag í 36 ár. Þegar
ég hætti, var ég kominn upp í tvo
pakka á dag — sem gerir alls um
394,000 sígarettur — ekki met, auð-
vitað, en nóg til þess að gera mig
að sérfræðilegu vitni. Þegar maður
hefur reykt þannig, og liætt eins
og ég: án þess að nokkur læknit
skipaði svo fyrir, getur reynsla
manns ef til vill verið nokkurs
virði fyrir aðra, sem g'jarnan vilja
hætta.
Á fyrstu dögum þessarar erfiðu
reynslu, þegar mér var orðið ljóst,
að fyrirætlun mín myndi takast,
ákvað ég að forðast allt trúboð og
reyna ekki að snúa öðrum frá villu
síns vegar. Þarna hafði ég púað og
púað í 36 ár, þrátt fyrir áreiðan-
legar og auðskildar læknisfræðileg-
ar uppgötvanir, og hver var ég,
Eftir Don Wharton.
Árið,
sem ég vann
stríðið
gegn
sígarettunum
Einti, sem reykti hálfan annan
pakka á dag í 36 ár,
segir frá regnslu sinni við
að hætta.
að gerast óþolinmóður gagnvart
þeim, sem aðeins voru á sjötta,
sextánda eða tuttugasta og sjötta
reykingaári? Og þegar ég leysi
nú frá skjóðunni, er það ekki sem
12
— Readers Digest —