Úrval - 01.05.1965, Side 19
BJÖRNINN OG MAÐURINN
17
til kynna óánægju, og flýja, líkt
og hvert annað dýr flýr undan
erkióvini sínum. Jafnvel gömul
karldýr, sem eru aS öðru leyti
óttalaus, kjósa helzt aS reyna að
komast á einhvern öruggan stað,
þegar þau uppgötva, að maSur er
einliversstaðar nærstaddur. Um
þetta segir reyndur bjarnveiðimað-
uh meðal Sama (Lappa): „Ég hef
rakið slóð margra bjarndýra, en
þau flúðu öll undan mér, og ekkert
þeirra sýndi þess merki, að það
ætlaði að snúast til varnar gegn
mér.“
En komi einhver bjarndýri að
óvöru, þannig aS það hafi engan
möguleika til þess að flýja, rís
það upp, annaðhvort sitjandi eða
standandi á afturlöppunum, lyftir
oft öðrum hramminum að augum
sér, líkt og maður, sem ver aug-
un gegn mikilli birtu með því að
skyggja með hönd fyrir augu til
þess að sjá betur, og virðir hinn
óboðna gest vandlega fyrir sér.
Og hafi gesturinn ekki enn skilið
aðstæðurnar og hunzkast burt,
skellir bjarndýrið honuni flötum
með þungu höggi á bringuna, lætur
sér síðan slíka barsmið nægja....
og fer leiðar sinnar! Sænski veiði-
stjórinn Zetterherg, sem eytt hefur
heilli mannsævi i Lapplandi og á-
litinn er þekkja einna bezt nor-
ræna skógarbjörninn, nefnir 2
dæmi um það í bók sinni „Björn-
inn“, að slíkum óvæntum fundum
Birnan hefur rekið húnana hátt uppí
tréð. Sjálf klifrar hún niður, ánægð að
vita unga sína á öruggum stað.