Úrval - 01.05.1965, Side 23
DJORNINN OG MAÐURINN
21
geti fylgt henni eftir, ver hún þá
af hetjuskap miklum án þess að
liugsa um eigið öryggi. ÞaS er þvi
alltaf mjög hættulegt að nálgast
um of birnu með húna. Að vísu
leitast hún fyrst og fremst við að
komast imdan heil á húfi með liúna
sína, þegar maður verður skyndi-
lega á vegi hennar, og hún eltir
manninn ekki, ef hann hörfar strax
undan, en hún leyfir samt ekki
neinum að nálgast húnana nema
að vissu marki, og verst er hún
viðureignar, ef hundar eru með í
förinni. Þá hefur maðurinn mætt
trylltu villidýri, sem tekur ekki
tillit til neins.
Það kemur þó mjög sjaldan fyrir,
að birna með unga húna láti koma
sér að óvörum. Ilún er varkár og
tortryggin og kemur þvi venjulega
auga á menn, þótt þeir séu í tölu-
verðri fjarlægð. Lappar lialda því
fram, að þeir hafi oft séð birnur
lcggjast niður við slík tækifæri, síð-
an hafi húnarnir skriðið upp á
bak henni, og svo hafi hún flúið
burt, en þeir haldið sér dauða-
haldi í feld hennar með tönnum
og klóm, og oft hafi mennirnir,
sem nálguðust, alls ekkert tekið eft-
ir nærveru birnunnar.
Þegar húnarnir eru orðnir stálp-
aðri, rekur hún ])á upp i tré, þegar
hætta nálgast, og síðan flýr hún
í aðra átt til þess að leiða athygl-
ina frá húnunum eða til þess að
ráðast á friðarspillinn, sé hann
kominn nálægt þeim. Birnan virð-
ist augsýnilega leggja mikla á-
herzlu á, að húnarnir æfi sig sem
allra fyrst í að ldifra. Hún rekur
þá sjálf til þess og svífst þá einsk-
is. Eitt sinn sá ég þannig birnu
eina reka 6—8 mánaða gamla húna
sína upp i tré nokkurt án nokkurs
sýnilegs tilefnis. Hún klifraði sjálf
upp á eftir þeim og rak þá hvæs-
andi hærra og hærra og beit stund-
um i þá til þess að fá þá til þess
að leggja sig alla fram. Og hún
hætti ekki fyrr en þeir voru komn-
ir upp í trjátoppinn og héldu sér
þar dauðahaldi i veikbyggðar grein-
ar. Móðurinni var augsýnilega
mjög umhugað um, að þeir klifr-
uðu sem allra hraðast. Síðan lét
hún þá eiga sig og klifraði niður
aftur.. Það leið á löngu, þangað
til húnarnir þorðu að fylgja á eftir
henni. Þeir virtust líka eiga erfitt
með að komast niður aftur. Þegar
þeir voru komnir niður, lét hún vel
að þeim, og hún leyfði þeiin að
bíta i eyru henni og sleikja trýni
hennar án þess að mögla. Einbú-
arnir meðal bjarndýranna klifra
aftur á móti mjög sjaldan upp í
tré, vitandi, að flótti er eina ráðið,
sem getur bjargað þeim frá versta
fjandmanni þeirra.... manninum.
Óttinn um, að dagar norræna
bjarnarins séu brátt taldir, er ekki
eins almennur og ákafur og hann
var fyrir um áratug. Friðunar-
ákvæði hafa reynzt árangursrík og
flutningur íbúanna úr hinum norð-
lægu skógarhéruðum til bæjanna
hafa komið vinsælasta dýri Norður-
Evrópu að góðu gagni á elleftu
stundu, einkum i Sviþjóð. Nú er
bjarndýrastofninn álitinn nema um
250—300 dýrum í Svíþjóð, og lifir
mestur hluti hans i Frostvikinni
í Jamtalandi. í Finnlandi er um
að ræða mjög svipaðan stofn, og