Úrval - 01.05.1965, Side 25
u
N D R A L Y F I
Ð
EIMlg©
Þetta er daunillur vökvi, sem reynzt hefur
kvalastillandi, ef hann er borinn á sjúkan
staö. En í hverju er þessi eiffinleiki hans
fólginri og hvernig verður um framtíð hans
tit lækninga.
Eftir Bill Davidson.
R UNGUR skurðlæknir
og vísindamaður, Stan-
ley W. Jacob að nafni,
var að störfum í rann-
sóknarstofu Oregonhá-
skólans í Bandarikjunum, missti
hann nokkra dropa af litlausum,
daunillum vökva, sem nefnist dim-
ethyl sulfoxide — skammstafað
DMSO — á hönd sér. Án þess aS
hirSa sérslaklega um þessa slysni
þvoSi hann vökvann af sér og hélt
áfram störfum. Nokkrum mínútum
síðar fann hann hinn ostrukennda
keim efnisins á tungu sér, þó að
hann hefði ekki borið höndina upp
að munninum. Stanley læknir
skildi, að hér var ekki nema um
eitt að ræða. EfniS hafði smogið
gegnum hörundið inn i blóðið og
borizt með þvi til bragðlaukanna
i tungunni með furðulegum hraða.
Vitað er, að viss eiturefni hafa
þann eiginleika að geta komizt
gegnum hörund og hold á svo skjót-
virkan hátt. En hingað til liafði
ekki verið kunnugt, að óeitruð efni
gætu slíkt.
Nú, um það bil tveimur árum
eftir að Stanley læknir hellti DMSO
ofan á hönd sér, hefur enginn mað-
ur hygmynd um hvernig efnið
hefur sin áhrif. En reynslan af
þvi gefur til kynna, að það muni
hafa til að bera furðulega marg-
þættan lækningamátt. í febrúar-
mánuði i fyrra fóru að birtast um-
sagnir um DMSO í læknaritum, á
þá leið, að þar sem það smjúgi
skjótlega gegnum hörundið og
aðrar slímhúðir, geti það linað
þjáningar, dregið úr bólgum og
útbrotum, einkum við sinabelg-
bólgu (bursitis). Fram hefur kom-
ið, að efnið losar fólk við höfuð-
verk og (skúta)bólgu i nef- og
Wide World
2Ö