Úrval - 01.05.1965, Síða 40
38
ÚRVAL
lega notað getur það,“ eins og einn
rithöfundur orðar það, „stöku
sinnum veitt fróun í hinum óbæri-
legu heljargreipum raunveruleik-
ans.‘
En sú blessun er meini blandin.
Viss hluti þeirra, sem drekka að
jafnaði til þess að létta á innri
þenslu eða til að losna við félags-
lega vanmáttarkennd komast að
raun um, þegar þeir taka sér hvíld
frá drykkjunni um tíma, að það
kostar innri áreynslu og þar með
aukna þenslu að neita sér um á-
fengi. Þetta lýsir sér bæði á and-
legan og likamlegan hátt. Og til
þess að lina hina andlegu vanlíð-
an („shakes") og önnur óþægileg
einkenni hinna alkunnu timbur-
manna er lagoftast leitað til flösk-
unnar á ný.
Augljóst er að þessi vítahringur
er tilkominn fyrir starfsemi (pro-
cess), sem sálfræðingar nefna „con-
ditioning“ (vanaviðbrögð). Bygg-
ingu og starfsemi taugakerfisins er
þannig háttað, að við hæfilega og
síendurtekna ertingu, tekur það
brátt að svara á sérstakan, ákveð-
inn hátt. Þetta lýsir sér þannig,^
að við sérstökum atvikum bregzt
maðurinn á alveg ákveðinn hátt í
hegðun sinni, og þetta verður hon-
um svo að segja ósjálfrátt.
Vanaviðbrögðin verða þannig til
þess að skapa ávana, bæði góða og
slæma, Einnig eru þau, að minnsta
kosti að nokkru leyti, undirstaða
ofnautnarinnar, hvort heldur er á
áfengi, tóbaki, eða öðrum eitur-
lyfjategundum og jafnvel, í stöku
tilfelli af óstjórnlegu ofáti, á mat.
Þegar um ofnautn er að ræða, verða
atvikin, sem valda hinum ákveðnu
viðbrögðum, ekki lengur utanað-
komandi, heldur koma þau innan
frá.
Þótt þessi kenning sé vafalaust
rökræn, lætur hún þó ósvarað
þeirri spurningu, livers vegna sum-
ir verða drykkjulineigðinni að
bráð en aðrir ekki, og hvers vegna
hún er miklu alvarlegri hjá einum
en öðrum. Ljóst er, að undir hlýtur
að búa einhver sérstök hneigð
(predisposition). Þar sem fullnægj-
andi líkamlega skýringu skortir,
er talið að vegna áhrifa og að-
stæðna í barnæsku hans sé hinn
verðandi drykkjumaður haldinn
meira öryggisleysi heldur en venju-
legur (normal) maður.
Hvað sem slíkri hneigð líður, er
ofdrykkja, eins og við mátti búast,
algeng í öllum starfsstéttum, sem
fást við framleiðslu og dreif-
ingu áfengra drykkja, hvort sem
þessir starfsmenn verða ofdrykkju-
menn vegna starfs síns, eða hvort
þeir dragast inn i þetta starf vegna
meðfæddra tilhneiginga sinna, það
er önnur spurning.
Það er heldur ekki sama hvað
og hvernig drukkið er, því að hlut-
fall ofdrykkjumanna stendur í
nánu sambandi við hve mikið cr
drukkið af spiritus og sterkum vín-
um. Það er að vísu ekki að öllu
leyti, en að mestu, óháð því hve
mikið er drukkið af öli og veikum
vinum.
Að karlmenn eru í meirihluta
meðal ofdrykkjumanna er alkunna.
Og þetta er að miklu leyti sökum
þess að meðal karlmanna ríkja aðr-