Úrval - 01.05.1965, Qupperneq 47
Ein óhugnanlegasta breytingin lwað snertir fæðuna
i dag er ef til vill sú, aff liörgulsjúkdómar, sem vér töld-
um að útrýnt hefði verið aö fullu, hafa nú komið i ijós á ný.
Hið breytilega viðhorf fæðunnar
Á síðastliðnum 50 árum hafa framfarir í næringarfræðinni verið
ótrúlega örar. Vér jiekkjum raimverulega allar verkanir
helztu fjörefnu og málma og áhrif þeirra á efnaskiptin,
starfsemi líkamans o. s. frv. Vér vitum, hvernig
rétt fæöi getur stufflað að góðri heilsu. Og vér
vitum hvers vegna.
Eftir prófessor sir. Charles Dodds forseta Konunglega læknafélagsins.
ÆRINGARFRÆÐIN er
ef til vill eitt víðtæk-
asta verkefnið, sem
mannleg viðleitni á
FjJMJUBk við að glima. Ég býst
ekki við að nein önnur grein þekk-
ingarinnar leiði menn inn á jafn-
marga stíga og götuslóða. í fyrsta
lagi er hið hreina efnafræðilega
sjónarmið, sem lýtur að efnasam-
setningu fæðunnar. Þá er það sem
nefna mætti lyfjafræðilega sjónar-
miðið, sem snertir fjörefnin og
annað slíkt. Svo kemur hin flókna
spurning, hvaða kröfur hinar
breytilegu aðstæður, sem mennirn-
ir eiga við að búa, geri til nær-
ingarinnar, og loks verður ekki hjá
því komist að taka til greina mat-
vælaframleiðsluna.
Ein óhugnanlegasta breytingin
hvað snertir fæðuna í dag er ef
til vill sú, að hörgulsjúkdómarnir,
sem vér töldum að útrýmt hefði
verið að fullu, hafa nú komið í
Ijós á ný. Síðasti sjúkdómurinn, sem
olli alvarlegum ugg í Stóra Bret-
landi var beinlcrömin, og þeir okk-
ar, sem eru nógu gamlir, muna þær
áköfu deilur, sem stóðu um orsök
hans og uppruna á árunum milli
1920 og 30. Sú vitneskja, að þessi
sjúkdómur stafaði af skorti á D-
fjörefni, og að þetta fjörefni varð
til fyrir áhrif sólarljóssins á lif-
andi lílcami, virtist hafa leyst þetta
vandamál. Aukin sólböð, þorska-
lýsi, endurbætur á smjörlíki og aðr-
ar ráðstafanir, útrýmdu þessum
sjúkdómi algerlega á Bretlandseyj-
um. Það er vissulega mjög uggvæn-
legt að lesa um það í læknisfræði-
tímaritum, að beinkröm sé aftur
farin að láta á sér kræla.
Á hinu leytinu hefur einnig verið
skýrt frá því, að hörgulsjúkdómar
eins og útbreidd taugabólga og
skyrbjúgur hafi fundizt, einkum á
gömlu fólki.
Öllum er oss ljós hin brýnu og
geysilega flóknu og erfiðu vanda-
mál, sem skapast af síhækkandi
Home Economics —
45