Úrval - 01.05.1965, Síða 48
46
ÚRVAL
aldri fólksins. Notkun fiikkalyfja,
einkanlega %dð sjúkdómum í önd-
unarfærunum, hefur smám saman
lengt æviskeiðið. William Oster
talaði um lungnakvefið sem „vin
öldungsins", sem veitti honum til-
tölulega hæga burtför, áður en
hann gerðist skar. „Vini öldungs-
ins“ hefur nú verið bægt frá með
tetracylíni, og hann nær nú þeim
aldri, þegar hann er raunverulega
ekki fær um lengur að bjarga sér
á eigin spýtur. Að fæða þennan sí-
vaxandi hluta þjóðanna mun á-
reiðanlega veita meltingarlæknum
og matvælasérfræðingum nóg að
starfa um mörg ókomin ár.
Hér að framan höfum vér aðal-
lega rætt fæðuvandamálið frá sjón-
armiði einstaklingsins, en nú skul-
uin vér snöggvast lita á það frá
hnattrænu eða alþjóðlegu sjónar-
miði. Eins og margsinnis hefur
verið bent á, fer mannfjöldinn í
heiminum hraðvaxandi, og mann-
félagsfræðingar spá því, að árið
2000 verði mannfjölgunin orðin svo
mikil, að matvælaframleiðslan,
eins og hún nú er rekin, verði þá
algerlega ófullnægjandi til þess að
veita öllum fullnægjandi fæði. Vit-
anlega má taka á þessu vandamáli
á marga vegu, og svo að vér höld-
um oss fremur að bjartsýnni hlið
þess, viljum vér geta þess, að marg-
ir fræðimenn telja, að með hag-
kvæmu skipulagi ætti að vera hægt
að veita jafnvel hinum aukna mann-
fjölda, sem spáð er árið 2000, næga
fæðu. Ein er sú áætlun, sem sett
hefur verið fram, sem er mjög fróð-
leg og eftirtektarverð, en hún gef-
ur í skyn, að ef vér hættum allri
ræktun húsdýra til framleiðslu á
kjöti til neyzlu, en notum hins veg-
ar kornið og grænmetið, sem
skepnurnar eru fóðraðar á, til
manneldis, fengist að minnsta kosti
5 til 6 sinnum meira magn hita-
eininga heldur en fæst úr kjötinu.
Önnur aðferð til hnattrænnar
meðferðar á fæðuvandamálinu er
sú, sem liafin var með endurbót-
um á matvælum (food fortifica-
tion), og sem nú er almennt viður-
kennd. Upphafið að þessu var smá-
vegis tilraunastarfsemi, sem fram-
kvæmd var í rannsóknarstofnun
minni með stuðningi frá kornmyllu-
iðnaðinum árið 1934.
Þýðingarmesta fjörefnið af B-
flokknum er Bj-fjörefnið, eða aneu-
rinið, og mér 'virtist, að ef hægt
væri að bæta þessu tilbúna fjör-
efni i hið efnasnauða hveitimjöl,
væru að minnsta kosti 90 hundr-
aðshlutar vandamálsins þar með
leystir. Þetta tókst, eins og yður
ölluin er kunnugt, og fyrsta hvíta
mjölið með slíkri fjörefnauppbót
kóm á markaðinn í byrjun síðari
heimsstyrjaldar.
Og svo að lokum, hvaða mögu-
leikar eru á því að framleiða fæðu
með efnasamsetningu (synthetic-
ally) ? Það veltur allt á því, hvaða
merkingu vér leggjum i orðið efna-
samsetning (synthesis). Ef vér eig-
um við l'ramleiðslu fæðuefna í
efnafræðisrannsóknarstofu, á sama
hátt og lyf eru framleidd, er ég
handviss um að svarið verði nei-
kvætt. Að vísu er hægt að byggja
upp (synthesize) fæðutegundir og
kolvetni, og virðist jafnvel vera á
voru færi að byggja upp eggjahvitu-