Úrval - 01.05.1965, Blaðsíða 61
FÍLA BEINSS TRÖNDIN
59
að vera of vinveittur „vestrænum
auðvaldsseggjum,“ segir Houphou-
et: „Þrátt fyrir ákveðin mistök
nýlendumannanna, höfum við tek-
ið framförum á nýlendutimanum
og vorum vel á vegi, er honum
lauk. Ef við værum svo barnalegir
að skera á öll tengsl við Vestur-
lönd, myndu Kínverjar og Sovét-
mcnn ráða yfir okkur og prédika
sinn kommúnisma.“ Þegar komm-
únistaríkin báðu leyfis að opna
sendiráð í Abidjan, veitti Houphou-
et þeim afsvar. „Það væri aðeins
að stofna til vandræða,“ sagði hann,
og visaði málinu frá í eitt skipti
fyrir öll.
Félix Hophouet-Boigny, bygginga-
meistarinn að hinni nýju Fílabeins-
strönd, er óvenjulegur maður, jafn-
vel á afrískan mælikvarða. Þögull,
dapurlegur og grannvaxinn. Hann
hefur alltaf forðazt sviðsljósið, en
þó er liann dáður af þjóð sinni,
sem kalla hann einfaldlega Le Vieux
— Gamla manninn. Flestir afrísk-
ir leiðtogar eru fulltrúar yngri afla
í þjóðfélögum sínum, en Houphou-
et á rætur í eldri Afriku.
Hann er fæddur í Yamoussoukro
árið 1905, sonur erfðahöfðingja í
kynþætti Baoules, sem er fjölmenn-
asti kynbáttur Fílabeinsstrandar-
inn. Nafnið Houphouet þýðir, í
bókstaflegri þýðingu, „saur“. Móð-
ir hans gaf honum þetta fráhrind-
andi nafn til þess að snúa á hina
illu anda, sem að öðrum kosti voru
vísir með að stela lífi hans á sama
hátt og þeir höfðu ruplað lífum
annarra barna hennar. Boigny þýð-
ir „hrúturinn", en það var auk-
nefni afa hans sáluga, sem lézt um
leið og Félix fæddist, og því mátti
heita víst, að sál hans hefði leitað
í líkama hins nýfædda barns.
Hauphouet þótti afburða vel gef-
inn og lauk læknisfræðiprófi frá
skóla sínum i Dakar, Senegal, en
sneri síðan til Yamoussoukro, til
hins fáskipta lífs sveitalæknis og
plantekrueiganda. Þegar bróðir
hans dó 1938, var hann skipaður
höfðingi yfir Baoules.
Þegar kom fram í síðari lieims-
styrjöld, varð Houphouet áhrifa-
mikill maður í afriskum stjórnmál-
um, og 1946 hjálpaði hann til að
stofna Rassemblement Démocrat-
ique African, stjórnmálahreifingu,
sem fór eins og eldur í sinu um
frönsku Afríku. Þegar Frakkar
buðu nýlendum sínum að kjósa
fulltrúa til þjóðþingsins i París,
varð Houphouet fulltrúi Fílabeins-
strandarinnar og var síðan af þing-
inu skipaður i ráðuneyti fimm mis-
munandi stjórna.
Houphouet óskaði alcfrei eftir
algeru sjálfstæði þjóðar sinnar,
heldur öllu fremur samstöðu
(interdépendance) milli Frakk-
lands og frönsku nýlendnanna í
Frakklandi á grundvelli gagn-
kvæmrar virðingar og jafnréttis.
En þegar Afrika tók viðbragð með
sjálfstæði Ghana 1957, og vegna
ákvörðunar Guineu um að skera
á böndin til Frakklands, ákvað
Houphouet að slást i hópinn. Hann
sneri aftur heim til að leiða Fíla-
beinsströndina til fulls sjálfstæðis
árið 1960.
Eins og allir aðrir afrískir leið-
togar, hefur Houphouet vandamál
við að striða. Eitt þeirra er þensla