Úrval - 01.05.1965, Qupperneq 64
62
ÚRVAL
vissum sérstæðuni sjúkdómum, og
auka heildardánartöluna yfirleitt.
í mörgum skólum héldu skóla-
stjórnirnar opinberar samkomur til
þess aS fordæma vindlingareyking-
ar. I Fieldstonskóla í Riverdale
voru allir bekkir látnir hlýða á
erindi náttúrufræSikennara um
gildi þeirra gagna, sem safnað hefSi
verið um áhrif reykinga til að
valda krabbameini (sem jafnvel
sumir hinna gáfaðri nemenda drógu
i efa). Annar kennari gerði gys
að hinum heimskulegu vindlinga-
auglýsingum og sagði helztu drætti
úr sinni eigin baráttusögu við
vindlingana.
„Ég efast samt um að allt þetta
hafi borið nokkurn verulegan á-
rangur,“ sagði einn 16 ára gamall
nemandi Fieldstonskólans. „Fá-
einir krakkar hafa keypt sér pipu
eða eru að reyna þessa smávindla,
en allur fjöldinn af þeim, sem
reykja viudlinga sitja fastir í
gildrunni. Þeir geta ekki hætt við
vindlingana.
Hvað geta foreldrarnir gert til
þess að forða unglingunum frá
reykingum — eða hjálpa þeim til
að hætta, ef þeir eru byrjaðir?
Fræðimenn viðurkenna að svörin
við þessum spurningum hljóti að
fela i sér ákaflega náið og gott sam-
band á milli foreldra og barna.
Hér koma 10 bendingar, sem kynnu
að leiða til árangurs:
1) Þýðingarmest skrefiS til að
koma unglingnum til að hætta við
vindlingana liggur ef til vill í for-
dæmi foreldranna. Ef foreldrarnir
hætta að reykja, verður það sterk
hvatning fyrir syni þeirra og dætur.
2) Bezt er að rökræða rólega um
reykingar við unglingana. Allar til-
raunir til að berja þa^S inn í höfuð-
ið á þeim, að þau megi ekki reykja,
munu aðeins vekja andúð hjá þeim
og mótþróa. Þá ákvörðun, að hætta
að reykja — ef til hennar kemur
yfirleitt — mun unglingur taka
sjálfur, þegar hans tími er kom-
inn.
Yindlingareyknum verður að
halda utan við allar deilur á milli
foreldra og unglingana. Það verður
að halda þeim fjarri öllum öðrum
deiluatriðum. Foreldrarnir ættu að
benda á þær sem augljósan glanna-
skap -— alveg eins og það er lífs-
hætta fyrir barnið að stíga út af
gangstéttinni á móti umferðarljós-
unum.
3) Færið ykkur í nyt sérstök á-
hugamál unglingsins. Suma drengi
má telja af reykingum sökum þess,
að þær dragi úr likamsþreki þeirra
í íþróttum. ViS sumar stúlkur næg-
ir blátt áfram fegrunar ■—■ eða fé-
lagsleg sjónarmið. Reykingar gera
tennurnar dekkri og geta valdið
andremmu og litað fingurna.
Grannholda unglingar, bæði pilt-
ar og stúlkur, vilja stundum vinna
til að hætta reykingum, ef þau
sannfærast um, að þau muni þyngj-
ast við það.
4) Leggið áherzlu á þau heilsu-
spillandi áhrif reykinganna, sem
koma í ljós þegar í byrjun. Ein
ástæðan til þess að unglingarnir
halda áfram að reykja er sú, að á
aldrinum 15—16 ára geta þeir ekki
gert sér grein fyrir sjúkdómum,
sem vindlingar kunni að valda eftir
30 til 40 ár. Þess vegna verða for-