Úrval - 01.05.1965, Síða 71
Auðlindir
hafsins
tíafið hylur um það bil % hluta
hluta jarðarinnar.
Nú þegar eru áætlanir uppi
um að' nýta það
á einn og annan hátt.
EIKNA ÁÆTLANIR um
hagnýtingu auðlinda
úthafsins eru í upp-
siglingu. Menn áforma
*’ námuvinnslu á hafs-
botni.
Einn brautryðjenda hafdjúps-
könnunar, Jacques Cousteau, höf-
undur bókarinnar The Silent World
(Þögull Heimur), en hann fann
upp köfunartæki í félagi viS annan
mann, telur, aS menn geti byrjað
„hafyrkju“ eftir um það bil 20 ár.
Samkvæmt áætlun hans verða að
fara fram grundvallar rannsóknir
um tíu ára skeið, og auk þess verð-
ur að verja öðrum áratug í viðbót
til fiskiræktartilrauna víðsvegar í
heiminum. Hann segir, aS það verði
ekki fyrr en þá, sem menn geti
nytjað sjóinn til fæSuöflupar i
nægilega ríkum mæli.
P’yrst verður maðurinn að læra
að lifa neðansjávar við háan þrýst-
ing um lengri tíma. Síðast liðið ár
stjórnaði Cousteau tlraunum, þar
sem sjö menn höfðust við á 45 fetá
dýpi um fjögurra vikna skeið í
neðansjávarþorpi. Húsakynni
þorpsins voru herbergi úr styrktu
stáli. Loft var leitt frá yfirborði
sjávar, og vistarverurnar voru hún-
ar öllum nýjustu þægindum: eld-
húsum, kæliskápum, talsíma og
sjónvarpi, enda rafalasamstæða fyr-
ir hendi. í lok mánaðartímans neð-
ansjávar komu ibúarnir upp við
góða heilsu, en þeir höfðu verið
undir lækniseftirliti daglega.
SjálfboSaliðar héldu sig á 150
feta dýpi nokkra daga búnir
gúmmíklæðum og köfunartækjúm.
Þeir önduðu að sér sérstakri gas-
blöndu. Næst munu sjálfboðaliðar
reyna að dvelja nokkrar vikur á
300 feta dýpi, og síðan munu þeir
— English Digest —
69