Úrval - 01.05.1965, Blaðsíða 75
YRAÐ ER ekki aðeins
viðkvæmt fyrir hljóði.
í því eru einnig taug-
ar, sem verða fyrir á-
hrifum af hita, þrýst-
ingi og sjúkdómum. Allar þessar
taugar flytja boS um sársauka, ef
þær verSa fyrir nægilegri ertingu.
Mikill hávaði getur verið eins þján-
ingarfullur og högg á eyra. Spyrj-
ið heyrnardaufan mann, hvers
vegna hann veigri sér við að nota
heyrnartækin sin í umferðinni.
Það er vegna þess, að hljóðið i
flautu, magnað með heyrnartækj-
um, er mjögs sárt. Eyru barna eru
sérlega viðkvæm. Þau venjast hin-
um hversdagslegu hljóðum von
bráðar, en skyndilegur hávaði get-
ur meitt þau ekki síður en hrætt.
Sumar tauganna, sem liggja til
eyrans, flytja einnig boð frá tung-
unni, hálskirtlunum og tönnunum
í neðra tanngarði. Heilinn getur
hins vegar ekki alltaf áttað sig á,
hvaðan boðin koma, og ruglar sam-
an. Bólgnir kirtlar, bólur á tungunni
eða tönn sem er að koma, allt
þetta getur komið fram sem eyrna-
verkur. Þess vegna lítur læknirinn
gjarnan upp í sjúklinginn, jafnvel
þótt hann kvarti um verk í eyr-
anu.
Holið bak við hljóðhimnuna er
kallað miðeyra. Þaðan liggja göng
fram í nefkokið, kokhlustin. I
börnum eru þessi göng stutt og við,
og mjólk og sýklar eiga greiða
leið frá nefinu og hálsinum út í
eyrað. Af getur stafað bólga. Gröft-
ur myndast og getur þrýst á hljóð-
himnuna innan frá. Þetta getur
leitt til heyrnartaps og mikillar
þjáningar. Hljóðhimnan getur
meira að segja sprungið undan á-
laginu.
ALGENG UMKVÖRTUN
Læknar kalla þetta ástand bráða
bólgu í miðeyra (acute otitis med-
ia). Sérleg'a er hún algeng í börn-
um. Sumir telja, að á hverju ári
fái átta af hundraði barna milli
tveggja og fjórtán ára þennan
sjúkdóm. í flestum tilvikum er liann
þá afleiðing af smitun í efri önd-
unarfærum, svo sem kvefi, eða
þá að hann kemur eftir mislinga,
kíghósta eða skarlatssótt.
Fyrstu einkennin eru venjulega
73
— Family Doctor —