Úrval - 01.05.1965, Side 83
Ógíeymaiilegur maður
Að keppa
sjálfan sig
Eftir Sigvcilda Hjúlmarsson
ÁRUS J. RIST var svip-
mikill maður, einn
svipmesti persónuleiki
sinnar samtíðar. Hann
vakti atliygli hvar sem
hann fór, þráðbeinn og hermann-
legur, stórskorinn, stórnefjaður,
augun hvöss, augnaráðið fast. Hann
horl'ði alltaf beint framan i mann
Iregar hann talaði. í enninu voru
tvær djúpar hrukkur niður á milli
augnanna sem stöfuðu af linykluð-
um brúnum. Og svo hafði hann
þetta kempulega tjúguskegg sem
flóði niður á bringu.
Fasið var í samræmi við svipinn,
festulegar hreyfingar, eins og hann
gerði aldrei neitt sem hann ekki
meinti frá innsta hjartans grunni.
Og röddin var mikil og stórkost-
leg, eiginlega hvorki há né djúp,
hvorki mild né hörð, en hljómmik-
ii og gjallandi, einkum þegar garpn-
um var mikið niðri fyrir, og lionum
var sannarlega mikið niðri fyrir
stundum, og það þurfti þá enginn
að vera i vafa um hvað hann sagði
og hvað hann meinti.
Ég hef heyrt það haft eftir Lár-
usi að honum hafi fundizt Sigvaldi
skilja sig betur en flestir aðrir
er hann þekkti. Honum duldist
auðvitað ekki að ég hafði miklar
mætur á honum, og ýmislegt sem
hann hélt fram og ekki hlaut víða
bergmál þóttist ég geta skilið. Og
mér duldist ekki heldur að hann
þóttist hafa inargt að segja við
mig. En ef svo hefur verið að ég
sé öðrum mönnum skyggnari á það
hvað Lárus J. Rist var og vildi
þá getur það meðfram stafað af
því hvernig fundum 'okkar bar
saman í fyrstu.
81