Úrval - 01.05.1965, Síða 97
borga og inn í hjörtu vesælustu borgarmanna. „Leitið að sálum,“
var kjörorð hans, „og leitið að hinum verstu.“ Og drykkjumenn,
skækjur, olnbogabörn og öreigar öðluðust nýja von undir merkj-
um Hjálpræðishers hans.
Svo máttug var orka hans og hugsýn hans smitandi, að í dag,
nærri hundrað árum síðar, hefur Hjálpræðisherinn á að skipa
25000 fullæfðum foringjum, berst hinni góðu baráttu í 71 landi
og boðar sína nýju von á 147 tungumálum. I Hershöfðinginn
nœstur guði skýrir Richard Collier frá upphafi þessarar miklu her-
ferðar með sínu skarpa auga fyrir áhrifamiklum atburðum og auð-
ugu frásagnargáfu, sem gerði fyrri bækur hans að metsölubókum.
ANN KOM eftir Mile
End-götu í Austurhluta
Lundúna, hár maöur,
skeggjaður í lafafrakka
með harðastóran hatt.
Fyrfir framan The Blind Beggar-
krána nam hann staöar, tók bók,
sem hann har undir hendi sér og
opnaði hana.
„I Austurlundúnum er til himinn
fyrir sérhvern mann,“ lýsti liann
yfir, „fyrir sérhvern mann, sem
vill nema staðar og hugsa og' leita
til Krists, sem frelsara síns.“
Frá kráargestunum reið yfir heil
skúr al' háðsglósum og blótsyrðuin,
en aðrir í hinum tötralega og óþrifa
lega skara, sem hafði þrengt sér
utan um hann, lögðu ósjáll'rátt við
eyrun. Hin æruverðugi William
Booth talaði með óvenjulegum
sveitamálhreim, en málrómur hans
var samt þrunginn sannfæringu
og augun glömpuðu skipandi.
En nú koin egg þjótandi utan
úr mannþyrpingunni og hitti í
inark, og þar með var hátiðleikinn
rofinn. Með eggjarauðuna drjúpandi