Úrval - 01.05.1965, Qupperneq 105
HERSIÍÖFÐINGINN NÆSTVR GUÐI
103
um Booths átti svo mikið sem
flibba. Bootb ákvað því að bætta
að gera sér far um að senda þá
menn og konur, sem snerust fyrir
hans tilstilli, til kirkna, sem ekki
kærðu sig um þá. Hann ætlaði að
veita þeim endurlausn, sem væri
við þeirra eigin hæfi.
Samt skorti Herinn ennþá eitt-
bvert slíkt aðdráttarafl, sem úrslit-
um réði, og sem jafnvel Bootb sjálf-
ur gat ekki skýrgreint. En lausnin
á þessu kom af hreinni tilviljun
upp í hendurnar á honum í binni
kyrrlátu dómkirkjuborg Salisbury.
Sökum ruddalegs framferðis ein-
hverra róna i borginni gagnvart
Hjálpræðismönnunum, bauðst búsa-
smiður þar í borginni, Charles Fry
að nafni, ásamt þremur sonum
bans, til jjess að vernda Bootb. Að
þessi Fry gat leikið á Iúður og syn-
ir hans á önnur málmhljóðfæri,
var í fyrstunni hrein hending. En
þeim Haug svona í hug, að þeir
skyldu taka hljóðfærin með sér,
til að leika undir sönginn, og það
var á þennan óafvitandi hátt, sem
fyrsta lúðrasveit Hjálpræðishers-
ins varð til.
Booth var ánægður með árangur-
inn, og brátt urðu til fleiri hljóm-
sveitir. Flestir kusu svipuð liljóð-
færi, og lærðu að Ieika á þau eftir
beztu getu, enda þótt þeir
hittu eins oft á skakkan tón eins
og réttan. Litlar hormonikur (con-
certina) og handbumhur (tambur-
in) vöktu hrifningu. Bramwell lék
á flútínu, sem er fyrirrennari nú-
tíma harmoniku; aðrir hringdu
bjöllum (dustmen's bells), blésu á
horn eða gutluðu við banjó. En
hvað sem fyrstu hljóðfæraleikarana
kann að hafa skort, þá skorti þá
að minnsta kosti ekki þolinmæð-
f ina. Þeir þrömmuðu mílu eftir mílu
og þeyttu horn sín og börðu bumb-
ur sinar eins og óðir menn.
Næsta skrefið var það, að Fred,
elzti sonur Charles Fry, og Herbert,
þriðji sonur Booths, þá 17 ára gam-
all, tóku að yrkja undir alþekktum
lögum. Sá sem gat raulað „Marseill-
aisinn“ (franska hergöngulagið),
var fljótur að læra „Ye sons of God,
Awake to Glory“ („Þið synir guðs,
ó sjáið dýrð hans“). „The old
Folks at home“ breyttist í hið
kristilega Ijóð „Joy, Freedom, Peace
and Ceaseless Blessing („Gleði,
frelsi, friður og þrotlaus blessun").
Skotar gátu naumast staðizt „Storm
the Forts of Darkness“ („Molið
vígi myrkranna“) af þvi að þeir
könnuðust svo vel við „Here’s to
Good old Whiskey.“
OFURIIUGAR í GUÐSMÓÐI
Auðvelt væri að segja Booth jiað
til hnjóðs, að hann hafi dregið
trúna niður á svið skemmtiklúbb-
anna, en hljómlistarmenn hans
réðust gegn myrkrahöfðingjanum
á hans eigin umráðasvæði. Brátt
höfðu verið stofnaðar 400 Hjálp-
ræðishershljómsveitir, sem höfðu á
söngskrá sinni 88 dægurlög til að
velja um.
Það var eins og lúðurhljómur
hefði gjallað. Menn og konur þyrpt-
ust til þess að ganga undir merki
Bootlis. Það var ekki þess konar
fólk, sem upp frá þvi mundi ganga
hinn beina veg í lífinu. Margt gat
hent áður en sinnaskiptin urðu,