Úrval - 01.05.1965, Side 124

Úrval - 01.05.1965, Side 124
122 eftir kynslóð, öld eftir öld, um þúsundir ára. Samkvæmt nákvæmustu áætlun- um mun 20 megatonna sprengja, sem sprengd er i andrúmsloftinu, valda sjúkleika eöa dauða 550 þús. ófæddra barna. Þetta er fórnin, sem færa verður, ef einhver þjóð sprengir vetnissprengju í tilrauna- skyni. Vitað er, að inikil geislun i stór- um skömmtum veldur krabbameini. Ef við gerum einnig ráð fyrir því, að sterk geislun i smærri sköinmt- um geti líka orsakað krabbamein ■— og ég er þeirrar skoðunar — þá er hægt að reikna nokkurn veg- inn út, hve inargir núlifandi menn rnuni deyja úr krabbameini af völdum tilraunasprenginganna. Hin áætlaða tala er, að tvær milljónir núlifandi manna muni deyja fimm, tíu, fimmtán eða tuttugu árum fyrr en ella, úr krabbameini eða öðrum geislunarsjúkdómum, vegna spreng- inganna, sem þegar hafa verið framkvæmdar. Að sjálfsögðu yrði geislunin ó- umræðilega miklu meiri ef til kjarn- orkustyrjaldar kæmi. Auk hinnar beinu eyðileggingar og eldsvoða, sem sprengjan sjálf mundi valda, kæmi hið geislavirka úrfall, sein dreifðist yfir mörg hundruð kíló- metra umhverfis sprengistaðinn. Þeir, sem eftir lifðu, mundu verða fyrir áhrifum þessa úrfalls, en geislavirkni þess yrði um helming- ur þess styrkleika sem veldur 'bráðri geislunarsýki og dauða innan fárra daga. Eftirlifandi slyppu þannig við bráðan bana, en ævi þeirra mundi styttast um ÚRVAL tíu til fimmtán ár vegna geislun- arinnar. Við skulum snúa okkur að öðru atriði — söfnun kjarnorkuvopna- birgða. Sprengiefnabirgðir heims- ins eru gífurlegar, en það hefur litið verið rætt um það, live mikl- ar birgðir eru til af kjarnorku- vopnum. fig áætla að kjarnorkuvopnabirgð- ir heimsins séu nú 320 þúsund megalonn. Ef 10% af þessum birgð- um (32 þús. megatonn), væru not- uð í kjarnorkustyrjöld og sprengj- urnar spryngju að meðaltali inn- an 150 kílómetra frá skotmarkinu (það er óþarfi að hæfa skotmark- ið til þess að ná árangri), þá mundu afleiðingarnar verða sem hér seg- ir: Sextíu dögum eftir upphaf styrj- aldarinnar sem við skulum segja að nái til allrar Evrópu, Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna, lands- svæðis með 800 millj. íbúa, mundu 720 milljónir manna vera dauðir, 60 millj. alvarlega slasaðir og 20 millj. minna slasaðir. Vandinn, sem við væri að glíma fyrir þá, sem eftir lifðu, væri óskaplegur. Allar borgir væru í rústum, sam- göngutæki eyðilögð, búpeningur fallinn, jarðargróður eitraður af geislavirkum efnum og allsherjar upplausn ríkjandi á öllum sviðum samfélagsins. Þetta mundi þýða endalok þessa heimshluta, en hve tjónið yrði mikið í öðrum hlutum heims, hefur ekki verið áætlað með neinni vissu. Það er því vel skiljanlegt, sem hvað eftir annað hefur verið hald- ið fram, að engin millirikjadeila geti réttlætt kjarnorkustyrjöld. U
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.