Úrval - 01.05.1965, Síða 125
AFVOPNUN
123
Thant, aðalritari Sameinuðu þjóð-
anna, sagði nýlega: „Sá, sem legg-
ur tii að beitt sé kjarnorkuvopn-
um, er að mínum dómi ekki með
öllum mjalla.“
Við erum nauðbeygðir að gera
styrjaldir útlægar úr heiminum,
eins og Alfred Nobel sá raunar fyr-
ir. En það er erfitt og flókið vanda-
mál, sem allir liljóta þó að vera
sammála um að verði að leysa.
Það er skylda sérhvers manns að
vinna að því að skapa heim, þar
sem styrjaldir þekkjast ekki. Það
er eina skynsamlega leiðin fyrir
mannkynið.
Ég held að Kennedy forseti hafi
hitt naglann á liöfuðið í ræðu sinni
á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna í september 1961, þegar hann
komst svo að orði: „Afvopnun er
ekki lengur draumsýn, heldur raun-
hæft víðfangsefni, sem varðar líf
eða dauða. Áhættan við afvopnun
er hégómi samanborið við áhætt-
una, sem er samfara takmarka-
lausu vígbúnaðarkapphlaupi.“
Það er gömul hugmynd, að hægt
sé að útrýma styrjöldum með al-
þjóðlegri lagasetningu, og þessi
hugmynd hefur átt fylgjendur
fram á vora daga. Nú eru þau skil-
yrði fyrir hendi, að hún geti orð-
ið að veruleika, eða eins og Nobel
sagði: „Þegar svo er komið, að
tveir herir geta gereytt hvor öðr-
um á einu andartaki, þá hætta
menn að heyja styrjöld.“
Nú g'eta ekki aðeins tveir herir
strádrepið hvor annan á einu
andartaki, heldur geta tvær stór-
þjóðir gereytt hvor annarri á
litlu lengri tima — á nokkrum
klukkustundum.
Q
Er verið var að grafa jarðgöng undir á eina, fór hópur stjórnmála-
manna þangað niður dag nokkurn til þess að halda upp á það, að endar
jarðganganna höfðu nú verið tengdir saman, er "síðasta haftir var rofið.
Þeir þömbuðu kampavín þarna niðri og urðu fyrir vonbrigðum yfir
því, að það virtist enginn kraftur eða lyfting í þvi, heldur var það
dauft og bragðlaust. Kolefnistvísýringurinn hélt áfram að vera inni-
lokaður í loftbólunum, vegna þess að hann var undir djúpþrýstingi þarna
undir ánni.
að bólurnar spryttu út úr eyrum þeirra. Það varð jafnvel að fara með
oólurnar að springa í maga þeirra, maginn tútnaði út og það lá við,
En þegar stjórnmálamennirnir komu upp á yfirborðið, byrjuðu loft-
einn stjórnmálamanninn í mesta flýti niður í göngin aftur til þess að
leyfa þrýstingnum að lækka þar smám saman.
Sir Robert H. Davis
Notið vináttuna sem úttektarreikning, ef þið óskið, en gleymið þá
ekki að leggja inn öðru hverju.
Indiana Teacher