Úrval - 01.05.1965, Page 126
124
Sv0^a eR
Ungur tónlistarmaður var á ferð
milli Moskvu og Varsjár í járnbraut-
arlest. Þar sem hann sat í lestarvagn-
inum ásamt fleiri farþegum, las hann
nótnahefti eða partitudu og var nið-
ursokkinn í lesturinn. Einn af far-
Þegunum var leynilögreglumaður
ríkisvaldsins og fannst þessi náungi
grunsamlegur þar sem hann sat með
nótnaheftið og las og gerði athuganir
á tónverkinu. 1 þeirri trú að hér
væri um njósnara að ræða tók leyni-
lögreglumaðurinn tónlistarmanninn
fastan og ákærði hann fyrir njósnir
og sagði að nótnatáknin væru leyni-
skrift. Tónlistarmaðurinn hélt nú
ekki, hér væri aðeins um fugu eftir
Bach að ræða, en hann var samt
settur í gæzluvarðhald yfir nóttina.
Morguninn eftir var hann kallaður
fyrir rannsóknardómarann sem sagði:
„Jæja félagi, þér er eins gott að
segja okkur alla söguna. Bach hefur
þegar játað."
-—★
Það gerðist í Skotlandi. Heimilis-
vinurinn kom til ekkjunnar eftir að
maður hennar hafði drukknað í ámu,
sem Whisky er lagerað i.
„Þetta var hræðilegt slys“ sagði
hún.
„O, það var nú kannske ekki rétta
orðið,“ svaraði hann. „Hann kom
tvisvar upp til að fá sér að borða."
-—★
Nýlega kom ég inn á rakarastofu
og þegar ég settist í stólinn, sá ég
gamlan rakhníf hanga á nagla rétt
/
við spegilinn. Hnífurinn var skörð-
óttur og ryðgaður og auðsjáanlega
kominn til ára sinna.
Ég spurði rakarann hvort þetta
væri fyrsti rakhnífurinn hans í iðn-
inni, geymdur til minningar um feril
hans í iðngreininni.
Nei, sagði hann, ég raka með þess-
um þegar menn biðja um krít á því
sem ég hefi gert fyrir þá. T..M
—-★
„Var erfiður dagur hjá þér á skrif-
stofunni í dag, elskan,“ spurði kon-
an þegar eiginmaðurinn kom heim
af skrifstofunni.
„Hræðilegur dagur,“ svaraði hann.
„Rafeindaheilinn bilaði rétt eftir há-
degið og við urðum allir að fara að
hugsa.“ V.P.
—-★
Stúlka og vinkona hennar óku eftir
þjóðvegi þar sem símamenn voru við
línuviðgerðir, en staurarnir voru rétt
við vegarbrúnina.
Þegar bíllinn nálgaðist þá, voru
tveir að ganga upp staurana á þar
til gerðum skóm.
Stúlkunni, sem ók, varð Þá að orði:
„Líttu á þá! Þeir halda að ég hafi
aldrei ekið bíl fyrr.“
-—★
Tveir litlir snáðar ræddust við, og
annar sagði við hinn:
„Pabbi minn ræður við pabba Þinn
og getur lamið hann I klessu.“
„Já, já,“ svaraði hinn, „og mamma
getur það líka.“