Úrval - 01.05.1965, Qupperneq 128
126
ÚRVAL
Ef mikill meirihluti mannkynsins
hefði ekki kunnað að fara með
áfengi, hefði öll menning verið
lögð i rústir.
Japanir, Kinverjar, ítalir, Frakk-
ar, Gyðingar og Bandarikjamenn —
þessar þjóðir hafa allar sínar til-
finningar, menningarleg og félags-
leg Viðhorf, persónuleg og pólitísk
vandamál, og þœr drekka allar á-
fengi. En drykkjuskapur er mjög
misjafnlcga mikill meðal þeirra.
Þjóðfélagsskipulagið, drykkjusið-
irnir og áherzlan, sem lögð er á
áfengið, virðast hafa óhrif á
drykkjuskapinn.
í Japan var í rauninni ekkert
áfengisvandamól, þar til í lok
heimsstyrjaldarinnar síðari. Jap-
anir drukku aðallega í sambandi
við hátíðahöld sin. Toso-drykkjan
á nýársdag var til varnar sjúkdóm-
um, og Shirozake eða Brúðuhátíðin,
sem haldin var 3. marz, var át- og
drykkjuveizla, sem öll fjölskyldan
tók þátt í. Japanir héldu marga
daga aðra hátíðlega með mikilli
drykkju. En breytingin, sem orðið
hefir á menningarlífi Japana eftir
stríðið, hefur haft aukinn drykkju-
skap í för með sér. Gamlar sið-
venjur og fornar dyggðir hafa
skyndilega orðið að víkja fyrir
vestrænum venjum og háttum.
Drykkjustofum hefur fjölgað mjög
i öllum stærstu borgum Japan.
Auknar tómstundir, dvínandi trúar-
áhugi og kvenfrelsið hafa átt sinn
þátt í hinum vaxandi drykkjuskap.
Kínverjar drekka oft og allmikið,
en drykkjuskapur er sjaldgæfur.
Þeir drekka aldrei einir og' neyta
jafnan matar með víninu. Kinverjar
hafa tamið sér sérstaka drykkjulist:
Þeir sitja margir saman, matast,
og dreypa á víninu í stað þess að
svolgra það í sig.
ítalir og rétttrúaðir Gyðingar
drekka einnig áfengi, en það skap-
ar þeim engin vandamál lieima
fyrir eða í upprunalegu umhverfi
þeirra. ítalir neyta víns frá æsku
til elli, jafnvel oft á dag. Þeir
drekka með mat og líta á vínið sem
nauðsynlegan hluta máltíðarinnar.
Hinn rétttrúaði Gyðingur drekkur
líka vín með mat, en neytir þess
þó einkum i sambandi við trúar-
iðkanir sinar.
Japanir og Kínverjar, sem flutzt
hafa til Bandaríkjanna og haldið
tryggð við fornar venjur, eiga ekki
við neitt áfengisvandamál að glima.
Sama máli gegnir um ítali og Gyð-
inga. En þegar menn af þessum
þjóðernum eða afkomendur þeirra
fara að semja sig að amerískum
siðum, fer að bera á drykkjuskap
meðal þeirra.
Víndrykkja er ekki orsök alkohól-
isma. í samfélagi, þar sem fjöl-
skyldubönd eru sterk og menn um-
gangast áfengi frjálslega en for-
dæma jafnframt drykkjuskap, er
alkohólismi sjaldgæft fyrirbrigði.
Þegar vin er notað sem fæðutegund
eða til hátíðabrigða, veldur það
enguin vandræðum.
Frakkland og Bandaríkin eiga
heimsmetið í drykkjuskap, enda
eru drykkjusiðir þessara þjóða ekki
hollir.
Sérhvert hérað í Frakklandi fram-
leiðir sina sérstöku koníakstegund.
Frönskum bændum er leyfilegt að
brugga áfengi til heimilisnota, en