Úrval - 01.05.1965, Qupperneq 130
TILRAM 1ER CÍLRVIFÆRI
Nýlega hefur verið skýrt frá tilraunum með rottur, sem kynslóð fram
af kynslóð voru fóðraðar eingöngu með tilbúnu fóðri. Tilraunirnar
voru gerðar við vísindastofnun í Prag í Tékkóslóvakíu undir stjórn
dr. med. J Barnasek.
Fóður rottanna var samsett af hveitisterkju og kaseini (eggjahvítu),
sem hvorttveggja var dregið út úr náttúrlegum matvælum með eter og
vínanda; ennfremur fengu þær smjörliki, hreinsaðar fitusýrur (allar
hinar nauðsynlegu fitusýrur), steinefni og snefilefni og tilbúin, fjör-
efni, bæði hin vatns- og fituuppleysanlegu. Þær fengu enga náttúrlega
fæðu.
Til samanburðar \'oru aðrar rottur fóðraðar á náttúrlegu fóðri að
mestu leyti: Heilhveiti, þurrmjólk, kaseíni, þurrkuðum smára, stein-
efnablöndu, smjörliki, lýsi, ölgeri, hveitikími, gulrótum og grænum
blöðum, svo sem spínati og salati.
Þegar í fyrstu kynslóð kom fram áberandi munur í þessum tveimur
rottuhópum. Þær sem fengu tilbúna fóðrið, urðu seinþroska, smávaxn-
ari og daufgerðari en hinar, og merki um truflanir á frjósemi komu í
ljós hjá þeim. Þessi einkenni urðu enn meira áberandi í annarri kyn-
slóð rottanna.
Ungarnir í báðum hópum voru jafnþungir við fæðingu, en í fyrri
hópnum þurftu ungarnir 3 mánuði til að ná sömu þyngd og hinir náðu
á 2 mánuðum, og er þeir höfðu náð fullum vexti, voru afkvæmin í fyrri
hópnum að meðaltali 300 grömm (karldýr) og 220 g (kvendýr), en í
síðari hópnum, sem fékk náttúrlegt fóður, 500 og 400 g. Á ýmsum ein-
kennum öðrum mátti greina mun á þroska i þessum tveimur hópum.
Þannig opnuðust augu unganna í tilraunahópnum ekki fyrr en eftir 15
til 17 daga frá fæðingu, en í samanburðarhópnum eftir 13 til 14 daga.
Líkt var um hármyndun og um vöxt sumra innri líffæra. Tilraunarott-
urnar náðu kynþroska 3 til 6 vikum síðar en hinar, meðgöngutími hjá
þeim var 1 til 2 vikum lengri, þær urðu fyrr ófrjóar, ellimörk komu
fyrr fram á þeim, og þær náðu ekki eins háum aldri og samanburðar-
rotturnar, sem aldar voru á náttúrlega fóðinu.
Tilraunadýrin höfðu minnkað mótstöðuafl gegn sýklasjúkdómum,
eins og lungnabólgu, og dánartala hjá þeim var hærri en hjá saman-
burðarrottunum.
í tveimur fyrstu kynslóðunum eignuðust tilraunarotturnar eðlilega
unga, enda þótt tala andvana unga væri óeðlilega há, og að vísu voru
sumar rotturnar með öllu ófrjóar. En ungar þriðju kynslóðar döfnuðu
ekki nema svo sem tvær fyrstu vikurnar, eftir það hættu þeir að þríf-
ast, drógust upp og drápust að lokum.
Úr þessu var hægt að bæta með því að gefa dýrunum hveitikím, þá
var hægt að halda þeim við kynslóð fram af kynslóð. Má af Því ráða,
að í hveitikími muni auk hinna þekktu fjörefna og næringarefna vera
einhver óþekkt fjörefni eða næringarefni. Og sama er að segja um önn-
ur náttúrleg matvæli, þvi að Það er ekki fyrr en farið er að fóðra til-
raunarotturnar á svipaðan hátt og samanburðardýrin, að þær ná
fyllsta vexti og þroska.
Sennilegt má því telja, að í framtiðinni eigi eftir að finnast mörg
nú óþekkt næringarefni, og að skortur þeirra í fæðingu eigi nú sök á
ýmsum menningarsjúkdómum. Úr Heilsuvernd