Úrval - 01.11.1965, Page 5
11. hefti.
24. árg.
Úrval
Nóvember.
1965.
Elzta ajsökun sögunnar — en
getur hún verið sönn?
Ég vissi
ekki,
að hann
Eftir Chester Crowell.
væri giftur
Bpyrjib hvaða konu sem er,
hvort hún geti sagt til um
það eftir stuttan kunnings-
skap, hvort karlmaður er giftur eða
einhleypur, og hún mun áreiðanlega
fullvissa ykkur um, að það geti
hún svo sannarlega. Níu af hverj-
um tíu konum mundu jafnvel álíta
spurningu þessa heimskulega, líkt
og verið væri að spyrja um mismun-
inn á bláum og grænum lit.
En samt er þetta hin algenga
afsökun kvenna, sem flæktar eru
í hneykslismál: „Ég vissi ekki, að
hann var giftur!“ Og afsökun þessi
er tekin gild.
Sjálfsagt tekst sumum giftum
mönnum að leika ógifta menn með
góðum árangri, en ég er samt ekki
reiðubúinn til þess að viðurkenna
skilyrðislaust, að slíkt sé mögulegt,
fyrr en ég hef séð einhvern leika
það bragð. Það gildir einu, í hve
mörgum ástarævintýrum karlmað-
urinn hefur lent. Hann er ekki nema
hálfbakaður, þangað til hann hefur
reynt hjónabandið, jafnvel í mínum
aumu karlmannsaugum. Og konur
eru miklu skarpskyggnari dómarar
en nokkrir karlmenn geta mögulega
orðið. Þær taka betur eftir öllu.
Hið fyrsta, sem þær vilja vita um
Plaln Tallc
3