Úrval - 01.11.1965, Page 7

Úrval - 01.11.1965, Page 7
„ÉG VISSI EKKI, AÐ HANN VÆRI GIFTUR" 5 Ég eíast um, aS mörgum takist það. Ég var t.d. fenginn til þess að gerast fjórði maður í bridge síðar í sömu ferð. Þeir, sem við mig spil- uðu, voru tveir ungir kvenmenn og ungur maður. Við höfðum öll kynnzt hvert öðru alveg nýlega, þ. e. þarna um borð. Við kynntum okkur á venjulegan hátt, þegar ég settist við borðið hjá þeim, þ.e. með því að tauta nöfn okkar á óheyrilegan hátt. Svo fórum við að spila. Öðru hverju tók ég eftir því, að konurnar voru annað hvort að virða mig eða unga manninn fyrir sér. Þær voru að reyna að ganga úr skugga um, hvort við værum giftir eða ein- hleypir. Konur reyna alltaf að kom- ast að slíku, hvort sem þær eru gamlar eða ungar, giftar eða ógiftar. Það er uppáhaldsíþrótt þeirra. Ég minnist þessarar stundar mjög greinilega, vegna þess að ég hafði aldrei fyrr tekið eftir því, að ógift stúlka horfir á mann á allt annan hátt en gift kona. Ég áleit, að önnur þessarra kvenna væri gift, þ.e. sú dökkhærða, vegna þess að hún virti mig fyrir sér svip- að og þegar maður virðir fyrir sér einhvern þekktan hlut. Augnatillit hennar var meira vakandi og ákaf- ara, forvitnislegra, líkt og augnaráð barns, sem er í heimsókn í dýra- garðinum. Ég tók einnig eftir öðru atriði: Giftu konunni geðjaðist vel að eiginmanninum sínum. Gift kona, sem er hrifin af manninum sínum, er miklu meira aðlaðandi fyrir karl- menn en kona, sem þolir ekki mann- inn sinn eða umber hann kannski rétt með herkjumunum. Ástæðan er aúgljós: afstaða hinnar fyrr- nefndu gagnvart hinu kyninu er vin- samleg. Það er miklu auðveldara að láta sér geðjast að konu, sem býst ó- sjálfrátt við hinu bezta af manni, en þeirri, sem hefur ósjálfrátt fjand- samlega afstöðu gagnvart manni vegna óþægilegrar fyrri reynslu sinnar. Gifta konan, sem kann alveg ó- sjálfrátt vel við karlmenn, vegna þess að hún kann vel við manninn sinn, aflar sjálfri sér ekki eingöngu vina heldur framkvæmir hún það furðulega kraftaverk, að henni tekst að koma því þannig fyrir, að öllum vinum hennar af sterkara kyninu geðjast vel hver að öðrum. Hún hefur náð eins langt og hægt er að ná í samfélagslegum samskipt- um manna. Af þessum athugasemdum mínum hafið þið sjálfsagt þegar dregið þá ályktun, að mér hafi geðjast vel að dökkhærðu konunni, sem var mót- spilari minn. Já, sannarlega! Og þar sem ég er nú ekki gersneyddur allri karlmannlegri hégómagirni, þá gekkst ég upp við það, að hún sýndi þess merki, að henni geðjaðist vel að mér. Það mætti jafnvel segja, að við værum farin að daðra örlítið hvort við annað á ósköp ánægjuleg- an hátt. En sama var ekki hægt að segja um hin hjúin. Það var augsýnilegt, að þeim geðjaðist að hvoru öðru, en samt tókst þeim ekki að koma á „neinu sambandi“ sín í milli, fyrr en þau höfðu bæði gefið ákveðna yfirlýsingu. Þegar við hættum spilamennsk- unni, stakk einhver upp á því, að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.