Úrval - 01.11.1965, Qupperneq 11

Úrval - 01.11.1965, Qupperneq 11
FÓSTUREYÐING 9 framkvaemdar eru árlega í Banda- ríkjunum, var augljóst að ég átti sæg af félagssystrum, sem jafnvel gátu ekki sýnt fram á nauðsyn að- gerðarinnar til þess að geta haft viðunandi afkomu. Þegar taugar mínar höfðu róazt fyrir orð þeirra manna, sem bezt mátu vita og með tveimur róandi töflum, tók ég að velta því fyrir- mér, hvað hægt væri að gera. Fyrsta skref mitt var það, að fara á fund fæðingarlæknis míns. (Höfundur fyrrnefndrar bókar höfðu gefið í skyn, að sennilega væri ekki til sá læknir í öllu landinu, sem ekki hefði einhverntíma verið beðinn um að framkvæma fóstureyðingu, og að nokkrar líkur væru til þess, að margir hefðu látið tilleiðast af með- aumkvun). Minn læknir hafði eytt allri sinni meðaumkvun um það leyti sem ég kom til hans, klukkan 6 að kvöldi, eða hann var of áhyggju- fullur út af bílnum sínum, sem sat fastur í snjó, til þess að veita mér verulega athygli. Hann rann- sakaði mig og staðfesti árangur kanínuprófsins, sem áður hafði gefið því nær fulla vissu um, að ég væri þunguð, og neitaði að taka fram fyrir hendur náttúrunnar. Er ég spurði hann, hvort hann vildi taka fóstrið, svaraði hann: „Nei, þakka yður fyrir,“ álíka viðutan, eins og ég hefði boðið honum vind- ling, sem hann kærði sig ekki um, og ég fór mína leið. Þegar þessi eina löglega leið, sem ég þekkti, var mér lokuð, tók ég að leita að ólöglegum leiðum. Ég byrjaði á því að fara yfir bók mína með heimilisfangi og símanúmeri vina minna og kunningja og valdi úr henni fimm nánar vinkonur mínar, sem allar höfðu þetta sameig- inlegt: þær voru skynsamar, vel menntaðar, velviljaðar og orðvarar. Að öðru leyti voru þær ólíkar í ýmsu. Sumar voru giftar, aðrar frá- skildar eða ekkjur, sumar voru ung- ar aðrar miðaldra, tvær voru mót- mælendatrúar, ein Gyðingur, ein kaþólsk og sú fimmta trúlaus. Af þessum fimm hafði hjá einni verið tekið fóstur, svo að ég vissi, en það var orðið of langt síðan, til þess að ég gæti búizt við, að læknirinn, sem gerði það, fengist enn við slíkt. Ég heimsótti hverja einstaka þeirra, og sagði henni blátt áfram, að ég þyrfti að láta taka fóstur hjá mér og spurði hvort hún þekkti nokkurn sæmilega traustan mann, sem mundi vilja gera það. Tvær þeirra (auk þeirrar einu, sem ég hef áður getið) sögðu mér, að þær hefðu sjálfar látið framkvæma fóstureyðingu innan síðustu tveggja ára. Hvor þeirra um sig lét mig hiklaust fá nafn, heimilisfang og símanúmer læknis síns. Fjórða vin- konan spurðist ofurlítið fyrir og eftir 24 klukkustundir hafði hún grafið upp einn lækni, og það sem einkum var athyglisvert við hann var það, að lækningastofa hans lá hinum megin við götuna, beint á móti einni af lögreglustöðvum borgarinnar. Greiðslan, sögðu þær mér, að væri frá 300 upp í 750 doll- ara. Sú fimmta gat aðeins aflað upp- lýsinga um einhvers konar dreifð- ar aðgerðir í nágrannaríki, sem ættu að vera undir eftirliti læknis. Þessa leið strikaði ég yfir, sem of skugga-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.