Úrval - 01.11.1965, Qupperneq 14
12
um losað oss við enn eina hræsn-
ina, brúað gjána á milli þess, sem
vér gerum og þess, sem vér segjumst
gera? Fóstureyðingar af heilsufars-
ástæðum verða að koma fyrst. Þess
sést nokkur vottur, að fyrstu skref-
in hafi þegar verið tekin. Ástæður
fyrir heilsufarslegum fóstureyðing-
um eru þegar mjög breytilegar í
hinum ýmsu fylkjum og borgum.
Óheppilegir Rh þættir (rhesus), til
dæmis eru taldir fullgild ástæða til
að binda endi á þungun af sumum
læknum í sumum héruðum, og
sömuleiðis rauðir hundar fyrri hluta
meðgöngutímans. Á eftir gætu kom-
ið félagslegar ástæður fyrir fóstur-
eyðingum undir eftirliti fóstureyð-
ingaráðs, sem í væru almennir lækn-
ar og geðlæknar. (Slík ráð eru þegar
til í mörgum héruðum, en eru venju-
lega áhugalitlir hópar, sem lækn-
irinn aðeins tilkynnir að hann ætli
að framkvæma fóstureyðingu af
heilsufarsástæðum á tilteknum
degi á tilteknu sjáúkrahúsi.)
Ég held að útvíkkun og legsköf-
un sé eina fóstureyðingaraðferðin
ÚRVAL
sem notuð er bæði löglega og ó-
löglega, af flestum læknum hér í
landi. Enda þótt aðgerðin sé tiltölu-
lega einföld, verður hún þó alltaf
aðgerð, sem við loðir nokkur smit-
hætta, hversu lítil sem hún er, hvort
sem hún er framkvæmd í svæfingu
eða ekki, hvort heldur er í sjúkra-
húsi eða lækningastofu. Svo að ég
vitni aftur í Kinseymennina: „Það
er þegar augljóst, að það yrði naum-
ast vandkvæðum bundið að full-
komna örugg og hættulaus fóstur-
eyðingalyf, þar á meðal nokkur til
inntöku. „Sú staðreynd, að slík
þróun hefur ekki orðið, er að mestu
leyti af siðferðisástœðum.
Leturbreytingin er mín. Er það
siðferðilegt að vekja angist, ótta við
sektir eða fangelsi og skelfingu
vegna óleyfilegra aðgerða hjá fjöl-
skyldum, sem hafa heilbrigðar fé-
lagslegar ástæður til að binda endi
á óæskilega þungun? Ef það er
siðferðilega réttmætt eð fyrirbyggja
frjóvgun, er það þá siðferðilega
rangt að rjúfa frjóvgun, sem er ó-
heppileg og óráðleg?
Ef þú getur leikið golf og spilað bridge líkt og þar væri um leikni
að ræða, þá geturðu ekki gert þér vonir um að komast nokkurn tíma
í betra jafnvægi.
Skilgreining fyrirbrigðisins „framfarir": Skipti á gömlum áhyggjum
fyrir nýjar.
Það er ekkert nýtt til nema það, sem menn hafa gleymt.
Hattageröarmaöur Mariu Antoinette