Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 16

Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 16
14 ÚRVAL sótt fram allt til borgarjaðarsins. Þjóðverjar voru stöðugt að hörfa undan, og dómkirkjan var enn ó- skemmd. En samt var það einmitt þessi dagur, sem var mesti hættudagurinn fyrir kirkjuna í gervöllu stríðinu. Byssum þriggja skriðdreka var beint að hinum miklu turnum henn- ar, og voru þær undir það búnar, að hægt væri að hleypa af þeim tafarlaust, er ungur herforingi gæfi slíka fyrirskipun. Og þarna var um að ræða amerískar, en ekki þýzkar byssur. Yrði hleypt af þeim, var það öruggt mál, að hinir fögru turn- ar hryndu. Kvöldið áður höfðu þrír amerískir stríðsfréttaritarar fengið geysilegan áhuga á örlögum dómkirkjunnar í Chartres og það næstum fyrir til- viljun eina. Þeir höfðu þá verið staddir um 50 mílum fyrir vestan borgina. Þessir stríðsfréttaritarar voru þeir Clark Lee, Rob Reuben og ég. Við höfðum staðið ásamt mörgum öðrum frammi fyrir geysi- stóru landakorti í aðalbækistöðvum 3. hersins. Á korti þessu var sýnd hin hraða sókn Pattons hershöfð- ingja yfir Frakkland. Augu allra hinna beindust aðeins að takmark- inu mikla, sjálfri Parísarborg, en Clark Lee benti á depil, sem var um miðja vegu milli okkar og Par- ísarborgar, og sagði: „Hérna er Chartres. Hvað skyldi hafa orðið um dómkirkjuna þar?“ Og spurning Lees varð því þýð- ingarmeiri þeim mun lengur sem við ræddum um þetta. Hafði sagn- fræðingurinn Henry Adams ekki kallað Chartresdómkirkjuna feg- urstu gotnesku kirkjuna í heimin- um? Hún hafði verið byggð á 13. öld á furðulega skyndilegum blóma- tíma nýs trúarlífs, sem spratt þá upp, jafnt meðal ríkra sem fátækra. Hún hafði verið byggð á rústum eldri kirkju, sem hafði eyðilagzt að miklu leyti í eldi. Kirkjan Notre- Dame de Chartres var tileinkuð Maríu mey, og hún hafði að geyma helgiskrín, sem álitið var, að inni- héldi blæju þá, sem María mey bar, þegar engillinn Gabríel kom til hennar og tilkynnti henni, að það ætti fyrir henni að liggja að verða móðir Jesú. Útskurðurinn í kirkj- unni var ólýsanlega fagur, ótrúlega stórkostlegur, og hinir litfögru kirkjugluggar voru álitnir vera meðal hinna fegurstu í víðri ver- öld. „Við skulum vona, að Þjóðverj- arnir eyðileggi hana ekki,“ sagði ofursti einn við okkur. „Auðvitað munum við ekki heldur gera slíkt, nema það reynist algerlega nauðsyn- legt. í þessum efnum förum við mjög nákvæmlega eftir fyrirskip- unum Eisenhowers hershöfðingja." Dwight D. Eisenhower hershöfð- ingi hafði fyrirskipað liðssveitum okkar að gera sitt ýtrasta til þess, að unnt yrði að þyrma öllum sögu- legum byggingum og minjum, sem á vegi þeirra yrðu í bardögunum, sem geysuðu, og skjóta aldrei á þær, nema yfirmaður herliðsins væri fullviss um, að óvinirnir not- uðu þær til þess að styrkja hernað- aðstöðu sína, þ.e. sem bækistöðvar, vígi eða aðsetur til njósna. En í umróti bardaganna getur yfirmaður herliðsins sjaldan verið viss um,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.