Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 17

Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 17
15 DAGINN, SEM VIÐ BJÓRGUÐUM ... hvað er að gerast hverja stund á landssvæði, sem er enn á valdi ó- vinanna. Ef byssur óvinanna halda áfram að drepa menn hans með markvissri miðun, hættir honum stöðugt til þess að líta með mikilli tortryggni á sérhvern turn og sér- hverja aðra háa byggingu, þar sem njósnari getur leynzt og leiðbeint um miðunina. Og á flatlendi eru hæstu útsýnisstaðirnir oft og tíð- um kirkjuturnar. Það voru aðeins nokkrir mánuðir liðnir, síðan yfir- menn í herjum Bandamanna á Ítalíu höfðu fengið rangar upplýsingar og dregið af þeim þá ályktun, að Þjóð- verjar hlytu að hafa bækistöð í hinu gamla klaustri Monte Cassino, sem stóð efst á hárri hæð, en hæð þessi hindraði frekari framsókn, þar eð hún var hið bezta vígi. Og það var ekki fyrr en eftir að sprengjuflug- vélar okkar höfðu eyðilagt hið gamla klaustur, að við komumst að því, að það hafði ekki verið notað sem bækistöð Þjóðverja. Kynni ekki eitthvað svipað að henda Chartresdómkirkjuna, sem teygði sig upp í meira en 350 feta hæð yfir slétunum, er umluktu borgina? Við þremenningarnir á- kváðum því að halda þangað og reyna að verða einhvers vísari. Snemma næsta morguns, þ. 16. ágúst lögðum við af stað í jeppa. Og er við beygðum út úr skóginum og héldum út á sléttuna, hrópaði Lee: „Þarna er hún!“ Og úti við fjarlæg- an sjóndeildarhringinn gnæfðu dóm- kirkjuturnarnir tignarlega yfir flatneskjuna í Beucehéraði, líkt og skip á kyrrum haffleti. Rétt fyrir hádegi komumst við að útjaðri borg- arinnar, og eftir fáeinar sekúndur hafði hópur sigrihrósandi Frakka umkringt jeppann okkar. Og nú fékk ég tækifæri til þess að láta ljós mitt skína. Hvorki Lee né Ruben kunnu orð í frönsku, en það kunni ég aftur á móti, þ.e.a.s. nokkur. Hreimur minn bar reyndar meira svipmót af New Jersey, heimafylki mínu í Bandaríkjunum, og Frakkarnir áttu erfitt með að leyna brosi, þegar ég tók að mis- þyrma þeirra unaðslega máli. En með góðum vilja tókst þeim að skilja það, sem ég var að reyna að babla. Og ég skildi, hvað þeir voru að segja, ef þeir töluðu hægt og horfðu í augu mér, um leið og þeir töluðu. Og þannig tókst mér að fá fyrstu áreiðanlegu fregnir okkar af dóm- kirkjunni. „Mai oui!“ hrópaði skeggjaður karl, sem leit út fyrir að vera sjó- ræningi, en reyndist vera lyfsali. „Tout va bien! Það hefur enginn steinn verið snertur í henni.“ Og hinir Frakkarnir kinkuðu kolli, sælir á svip. Það var augsýnilegt, að hin ástkæra dómkirkja þeirra var þeim næstum eins mikils virði og heimili og fjölskylda. Lyfsalinn stökk upp í jeppann okkar og hrópaði: „Allons!“ — Við skulum koma! Ég skal sýna ykkur stytztu leiðina til dómkirkjunnar." Nú heyrðist há sprenging kveða við nokkrum götulengdum í burtu. „Þýzkar fallbyssukúlur,“ sagði hann. „Þær falla öðru hverju hér og þar í borginni. Þeim virðist ekki vera beint að neinu sérstöku. Þeir eru bara að reyna að hrjá okkur og hrekja.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.