Úrval - 01.11.1965, Page 31

Úrval - 01.11.1965, Page 31
DULDIR SJÓNGALLAR BARNA 29 og ógölluð. Þau virðast eðlileg við margs konar læknisskoðanir. Barn- ið getur leikið sér, horft á sjónvarp, jafnvel byrjað að læra að lesa á eðlilegan hátt að því er virðist. En þegar að því kemur, að barnið fær sína fyrstu raunverulegu augnskoð- un, er það mögulegt, að sjóndepran hafi aukizt svo, að ekki sé unnt að bjarga sjóninni á auganu. Saga „amblyopiunnar" er saga sjálfrar þróunar sjónarinnar. Ný- fædd börn sjá aðeins með öðru aug- anu í einu. Heili þeirra getur ekki enn tekið við myndum frá báðum augum í senn. Smám saman tekst börnunum að fella báðar myndirnar saman í heilanum, og fara þau þá að sjá skýrar en áður. Talað er um slíkan samruna sjónmyndanna. Þessi hæfileiki kemur yfirleitt fram, þegar barnið nær sex mánaða aldri. En barnið er orðið tveggja ára gam- alt, áður en hæfileiki þess er orð- inn fullþroskaður og slíkur sam- runi getur átt sér stað algerlega fyrirhafnarlaust og að vissu leyti ósjálfrátt. En þessi hæfileiki verður aldrei fullþroska hjá börnum þeim, sem haldin eru „amblyopiu". Sjónmynd annars augans er enn óskýr vegna einhverra truflana, kannske fjar- sýni „astikmatiskra“ byggingargalla á auganu eða augnvöðva, sem er of langur eða stuttur. Þegar barnið reynir svo að mynda samruna milli þessarar óskýru sjónmyndar og sjónmyndarinnar frá heilbrigða auganu, sér það ekki eins vel og ef það notaði aðeins annað aug- að. Því finnst þetta óþægilegt, og því vinnur það gegn myndun hinnar óskýru sjónmyndunar gallaða aug- ans, og um leið kemur það í veg fyrir að sjón þess auga nái að þroskast. Eigi að reynast unnt að hefja þennan þroskaferil gallaða augans á nýjan leik, verður að lagfæra sjón gallaða augans með gleraugum, æfingum eða minni háttar upp- skurði. En á meðan hylur læknirinn heilbrigða augað eða gerir sjón þess óskýrari um stundarsakir með notkun augnglerja. Á þann hátt neyðist barnið til þess að nota gall- aða augað, sem aðgerð hefur hlotið, og þannig tekur sjón þess að þrosk- ast á nýjan leik. En tíminn er mikið atriði í þessu sambandi. Þroska sjónarinnar lýkur um 6—7 ára aldur. Og eftir það get- ur auga, sem haldið er „amblyopiu", eki lengur lært eitt eða neitt. Það getur tekið um_ 1—2 ár að lagfæra hið veikbyggða auga og þjálfa sam- runa sjónmynda hjá barninu, og því halda sérfræðingar því fram, að hafa verði upp á börnum með „am- blyopiu“, áður en þau ná 3—4 ára aldri. Uppgötvist þessi sjóngalli ekki, á barnið eftir að lenda í ýmsum erfiðleikum síðar meir. Það fær aldrei fulla, eðlilega sjón, því að til þess þarf að hafa tvö virk augu. Það kann að mæta ýmsum erfiðleik- um í skólanum. Það mun vissulega hafa takmarkaðri möguleika, hvað starfsval snertir á fullorðinsárun- um, því að það mun ekki geta leyst af hendi ýmis störf, er krefjast ó- skertrar sjónar. Það getur ekki orðið eins góður ökumaður, og því verður miklu hættara við alls konar slys-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.