Úrval - 01.11.1965, Page 31
DULDIR SJÓNGALLAR BARNA
29
og ógölluð. Þau virðast eðlileg við
margs konar læknisskoðanir. Barn-
ið getur leikið sér, horft á sjónvarp,
jafnvel byrjað að læra að lesa á
eðlilegan hátt að því er virðist. En
þegar að því kemur, að barnið fær
sína fyrstu raunverulegu augnskoð-
un, er það mögulegt, að sjóndepran
hafi aukizt svo, að ekki sé unnt
að bjarga sjóninni á auganu.
Saga „amblyopiunnar" er saga
sjálfrar þróunar sjónarinnar. Ný-
fædd börn sjá aðeins með öðru aug-
anu í einu. Heili þeirra getur ekki
enn tekið við myndum frá báðum
augum í senn. Smám saman tekst
börnunum að fella báðar myndirnar
saman í heilanum, og fara þau þá
að sjá skýrar en áður. Talað er um
slíkan samruna sjónmyndanna.
Þessi hæfileiki kemur yfirleitt fram,
þegar barnið nær sex mánaða aldri.
En barnið er orðið tveggja ára gam-
alt, áður en hæfileiki þess er orð-
inn fullþroskaður og slíkur sam-
runi getur átt sér stað algerlega
fyrirhafnarlaust og að vissu leyti
ósjálfrátt.
En þessi hæfileiki verður aldrei
fullþroska hjá börnum þeim, sem
haldin eru „amblyopiu". Sjónmynd
annars augans er enn óskýr vegna
einhverra truflana, kannske fjar-
sýni „astikmatiskra“ byggingargalla
á auganu eða augnvöðva, sem er
of langur eða stuttur. Þegar barnið
reynir svo að mynda samruna milli
þessarar óskýru sjónmyndar og
sjónmyndarinnar frá heilbrigða
auganu, sér það ekki eins vel og
ef það notaði aðeins annað aug-
að. Því finnst þetta óþægilegt, og
því vinnur það gegn myndun hinnar
óskýru sjónmyndunar gallaða aug-
ans, og um leið kemur það í veg
fyrir að sjón þess auga nái að
þroskast.
Eigi að reynast unnt að hefja
þennan þroskaferil gallaða augans
á nýjan leik, verður að lagfæra sjón
gallaða augans með gleraugum,
æfingum eða minni háttar upp-
skurði. En á meðan hylur læknirinn
heilbrigða augað eða gerir sjón
þess óskýrari um stundarsakir með
notkun augnglerja. Á þann hátt
neyðist barnið til þess að nota gall-
aða augað, sem aðgerð hefur hlotið,
og þannig tekur sjón þess að þrosk-
ast á nýjan leik.
En tíminn er mikið atriði í þessu
sambandi. Þroska sjónarinnar lýkur
um 6—7 ára aldur. Og eftir það get-
ur auga, sem haldið er „amblyopiu",
eki lengur lært eitt eða neitt. Það
getur tekið um_ 1—2 ár að lagfæra
hið veikbyggða auga og þjálfa sam-
runa sjónmynda hjá barninu, og
því halda sérfræðingar því fram, að
hafa verði upp á börnum með „am-
blyopiu“, áður en þau ná 3—4 ára
aldri.
Uppgötvist þessi sjóngalli ekki,
á barnið eftir að lenda í ýmsum
erfiðleikum síðar meir. Það fær
aldrei fulla, eðlilega sjón, því að
til þess þarf að hafa tvö virk augu.
Það kann að mæta ýmsum erfiðleik-
um í skólanum. Það mun vissulega
hafa takmarkaðri möguleika, hvað
starfsval snertir á fullorðinsárun-
um, því að það mun ekki geta leyst
af hendi ýmis störf, er krefjast ó-
skertrar sjónar. Það getur ekki orðið
eins góður ökumaður, og því verður
miklu hættara við alls konar slys-