Úrval - 01.11.1965, Síða 33

Úrval - 01.11.1965, Síða 33
DULDIR SJÓNGALLAR BARNA 31 Slíkar skoðanir fara yfirleitt fram á morgnana í einhverri skólastofu, sem hefur verið fengin að láni. I skólastofu einni í Salt Lake City hafa þær frú Evans og samstarfs- konur hennar hengt ódýrt augnpróf- unarkort á einn vegginn og gengið úr skugga um, að birtan, sem á það fellur, sé góð og heppileg. Á kortinu er aðeins einn stafur, staf- urinn E. Fætur hans snúa ýmist upp á við, niður á við, til vinstri eða til hægri. Og E-in verða sífellt smærri í hverri línu, eftir því sem neðar dregur á kortinu. Börnunum er síðan kenndur „E-leikurinn“ þeim er síðan sagt, að þau skuh ímynda sér, að E sé borð með 3 löppum. Leikurinn er fólginn í því að benda í þá átt, sem lappirnar á E-inu stefna í, á meðan ein kon- an þekur alla stafina að einum und- anskildum og skiptir svo um staf í sífellu. Hengd er „sjóræningja- augnpjatla" fyrir vinstra og hægra augað til skiptis, svo hægt sé að prófa hvort augað fyrir sig. Sj álfboðaliðarnir eru sífellt að leita að misræmi milli beggja augn- anna. Reynist sjónin á öðru auganu miklu lakari en á hinu, er slíkt næg ástæða til þess að senda barnið til augnlæknis. Augnlæknar á hverjum stað á- kveða hvernig slík sjálfboðaliða- skoðun skuli fara fram. Á sumum svæðum eru notuð ljósprófunar- aðferð. Ljósi er haldið í vissri fjar- lægð frá andliti barnsins. Það er hægt að sjá spegilmynd ljóssins í sjáaldri barnsins. Hafi samruni sjón- mynda ekki tekizt, mun ljósið ekki koma fram á sama stað í báðum augum. Önnur algeng prófunaraðferð er fólgin í því, að breitt er yfir aug- un til skiptis, og er barninu þá sagt að horfa á einhvern glampandi hlut, sem haldið er í um 18 þumlunga fjarlægð frá því. Sé ekki um sam- runa sjónmynda að ræða hjá barn- inu, mun heilbrigða augað halda á- fram að verða stöðugt, þótt breitt sé yfir gallaða augað. En augnaráð gallaða augans mun verða reikandi við að reyna að framkalla skýra sjónmynd, þegar breytt er yfir heil- brigða augað. Alltaf er ástæða til að senda rang- eygð eða tileygð börn til augn- læknis, því að slíkir gallar lagast ekki af sjálfu sér. Og þar eð þeir gera samruna sjónmynda ómögu- legan, geta þeir leitt til „amblyo- piu“, jafnvel þótt mismunurinn á stöðu augnanna kunni að vera svo lítill, að hann sé vart greinanlegur Önnur einkenni augngalla koma fram í því, er barnið teygir fram höfuðið eða hallar því, þegar það horfir á eitthvað, einnig ef það depl- ar augunum ótt og títt, nuddar aug- un mikið eða hefur stöðugt rauð- leit augu. Sama er að segja, ef barn- ið lokar öðru auganu er það virðir eitthvað fyrir sér, eða kiprar augun saman, ygglir sig eða skælir ósjálf- rátt, um leið og það beinir augunum að einhverju. En bardaginn er aðeins unninn að hálfu leyti, þegar búið er að hafa uppi á börnum þeim, sem haldin eru sjóngöllum. Um þetta segir frú Beverly Evans: „Það er ömur- leg staðreynd, að oft eftir að við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.