Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 39

Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 39
DÍRLINGURINN FRÁ DJÖFLAEYJUNNI 37 til eftir allri strandlengju Paríaskag- ans virtist teygja sig endalaus röð af eldum og suðuílátum. Veikin tók að réna, er lyfið fór að draga úr hitasóttinni. Það var hætt að láta hina dánu í sjóinn. Læknirinn fyrirskipaði að grafa þá eða brenna. Hann vildi ekki láta lík- in í sjóinn, því að þá kynni þau að reka að ströndum Trinidad eða suð- ur á bóginn að ströndum megin- landsins og valda þar sams konar farsótt. Að tveim dögum liðnum, hafði læknirinn náð tökum á farsóttinni. Eftir þrjá daga var sjúklingunum tekið að batna, og eftir fjórða dag- inn urðu engin dauðsföll. Nýtt líf tók smám saman að færast í fólkið á skaganum og einnig í Baugrat lækni. Konurnar önnuðust hann af engu minni ástúð og umhyggju en hvítvoðung. Hann var allt í einu orðinn þeirra guð og frelsari. Hefði hann ekki komið utan af hafinu með þekkingu sína, þóttust þær vita, að þær hefðu allar dáið. Allir vissu að hann hafði komið utan af hafi, frá hinni illræmdu Djöflaeyju, sakamaður, ef til vill morðingi, því að Bougrat læknir sagði ekki sögu sína. Hann var of önnum kafinn við að vinna bug á farsóttinni, og öllum stóð á sama um fortíð hans. Maðurinn sjálfur skipti öllu máli, en ekki hvaíð hann hafði gert eða látið ógert einhvern tíma áður. Það var ekki fyrr en farsóttin var um garð gengin og nýtt líf hafði færst í fólkið á skaganum, að Bou- rgat læknir sagði föður Sellés sögu sína, sögu, sem í dag fer á nýjan leik eins og eldur í sinu um allt Frakk- land, þar sem fjölda margir þekktir rithöfundar, læknar, skurðlæknar og andans menn krefjast þess, að mál Bougrats læknis sé tekið fyrir að nýju. Þeir vilja að maðurinn, sem varð dýrlingur Venezuela, öðl- ist viðurkenningu eftir dauðann. í 34 ár, frá þeim degi er hann bar að landi á Zrapa, því nær holdlaus beinagrind, til þess dags árið 1962, er 50 þúsund menn, konur og börn báru hann eins og dýrling til hins síðasta hvílustaðar, varð hann mest metinn, heiðraður og dáður allra lækna, sem nokkurn tíma munu starfa í Suður-Ameríku. Pierre Bougrat var fæddur í Ly- ons árið 1890, sonur prófessors í læknisfræði, yfirmanns læknadeild- arinnar í Lyons. Móðir hans var af frönskum aðalsættum, þekkt sem fegursta konan í Lyons. Pierre hafði mjög mikið dálæti á móður sinni, og það er almennt talið, að orsök þess, sem síðar henti hann hafi einmitt verið þessi ó- venjulega elska, sem hann hafi haft á móður sinni. Hann vildi feta í fótspor föður síns — verða læknir -— og lagði stund á læknisfræði undir hand- leiðslu föður síns. Þegar fyrri heims- styrjöldin braust út var Pierre 24 ára gamall og gerðist sjálfboðaliði. Hann særðist í starfi, og meðan hann enn lá í sjúkrahúsi, voru hon- um færð þau tíðindi að móðir hans væri dáinn. Það var sem heimurinn hefði hrunið umhverfis hann. Áður en hann hafði náð fullum bata, sneri hann aftur til vesturvígstöðvanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.