Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 47
EINVÍGI VIÐ HÁKARL
45
rétt einstaka sinnum að veiða, þegar
okkur Kay kynni að langa til þess.
Ég var 23 ára að aldri og mj ög vel
á mig kominn eftir margra mán-
aða þjálfun. Við köfuðum eftir
„frjálsri aðferð“, þ.e.a.s. höfðum
engan öndunarútbúnað annan en
litla öndunarpípu, sem við gátum
auðvitað ekki notað, þegar við köf-
uðum eftir fiski, heldur aðeins til
þess að svipast um rétt undir yfir-
borðinu. Með þjálfun hafði mér nú
tekizt að kafa með öryggi niður á
100 feta dýpi og halda niðri í mér
andanum í rúma mínútu án þess að
finna til óþæginda. Og svo þegar
keppnisstjórinn flautaði klukkan 9,
óðum við út í brimið.
Við drógum hver og einn á eftir
okkur létta línu, sem bundin var
við blýbeltið, og í hana var fest
léttu, holu flothylki. í þessi flothylki
settum við svo fiskana, strax eftir að
við höfðum skutlað þá, og söfnuð-
um þeim þar saman. Þannig var hægt
að draga úr blóðmagni því, sem
rynni í sjóinn, en blóðið gat dregið
að sér stóru „ránfiskana“, sem höfð-
ust við fyrir utan rifið, hákarlana,
þessar síhungruðu og síforvitnu,
stóru skepnur, sem svamla um djúp-
sævið úti fyrir strönd Suður-Ástra-
líu. Neðansjávarfiskimenn eru vel
kunnugir minni tegundum hákarla,
svo sem „bronshvalnum“ og „gráu
barnfóstrunni“, en þeir hákarlar
hafa alls ekki reynzt áleitnir. Til
allrar hamingju verða hvítu rán-