Úrval - 01.11.1965, Page 54

Úrval - 01.11.1965, Page 54
52 ÚRVAL að ílestir voru vissir um að Whit- more væri morðinginn. Síðar sannaðist, að Whitmore hefði verið staddur í 120 mílna fjar- lægð frá morðstaðnum, daginn sem morðin voru framin. Níu mánuðum eftir handtökuna var Whitmore sýknaður af Wylie- Hoffertmorðunum. Whitmore varð auðvitað feginn sýknuninni, en hann hafði orðið að þola miklar þjáning- ar, því að blöðin höfðu sakfellt hann og dæmt löngu áður en mál hans kom fyrir dómstólana. Meðan á þessu stóð, hafði Whit- more verið dæmdur fyrir nauðg- unartilraunina og byggðist sá dóm- ur að nokkru leyti á játningunni frægu. En það kom brátt í ljós, að mál hans hafði ekki hlotið óhlut- dræga meðferð, því að blaðaskrifin höfðu haft áhrif á dómendurna. Héraðssaksóknarinn varð sammála verjendum Whitmores um að krefj- ast ógildingar dómsins og að málið skyldi tekið fyrir aftur, og féllst dómstóllinn á það. Það er ekki ný bóla í Bandaríkj- unum, að blöðin sakfelli menn og dæmi, áður en löglegir dómstólar hafa fjallað um mál þeirra. Það hafa orðið miklar umræður um þetta vandamál upp á síðkastið, einkum eftir að Warren-nefndin gagnrýndi framferði blaðanna í sambandi við rannsóknina á morði Kennedys for- seta. Nefndin ákærði Dallaslögregl- una fyrir að láta fréttamönnum óþarflega miklar upplýsingar í té, meðan málið var á rannsóknar- stigi. Sönnunargögn gegn Oswald, ásamt ýmsum órökstuddum fullyrð- ingum og sögusögnum, voru birt almenningi á blaðamannafundum með miklu brauki og bramli. Nefnd- in taldi, að réttur Oswalds til að verða dæmdur af óvilhöllum kvið- dómi hefði verið stórlega skertur með þessu háttarlagi Dallaslögregl- unnar, því að áróðurinn hlyti að hafa jafn mikil áhrif á væntanlega kviðdómendur sem aðra borgara. í minniháttar glæpamálum, eink- um í stórborgum, hafa þessi blaða- skrif sennilega lítil áhrif; þegar sak- borningurinn kemur fyrir rétt, oft mörgum vikum eftir að afbrotið var framið, hafa kviðdómendurnir sennilega gleymt umsögnum blað- anna, ef þeir hafa þá nokkurn tíma lesið þær. En í stórglæpamálum, sem vekja almenna athygli, er annað uppi á teningunum, því að menn eru þá Íangminnugir og blaðaskrifin hefjast þá venjulega aftur, þegar málið er tekið til dóms. Enginn nema sá, sem væri ólæs og hlustaði hvorki á útvarp né horfði á sjón- varp, gæti komizt hjá að kynnast málavöxtum að einhverju leyti. í bókinni Sakleysingjar, sem er nýútkomin og fjallar um fræg dóms- morð, segir höfundurinn Edward D. Radin frá hinu furðulega máli James Forsters, sem var nærri lent- ur í rafmagnsstólnum vegna óvin- veittra blaðaskrifa. Vorið 1956 skaut innbrotsþjófur kaupmanninn Char- les Drake til bana í íbúð hans í Jeffersonborg. Frú Drake, sem særðist nokkuð, gat gefið lögregl- unni lýsingu á innbrotsþjófnum. Nokkrum dögum síðar fór leyni- lögreglumenn að gruna að Forster væri hinn seki — hann sat þá í fangelsi fyrir umferðarbrot — vegna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.