Úrval - 01.11.1965, Page 54
52
ÚRVAL
að ílestir voru vissir um að Whit-
more væri morðinginn.
Síðar sannaðist, að Whitmore
hefði verið staddur í 120 mílna fjar-
lægð frá morðstaðnum, daginn sem
morðin voru framin.
Níu mánuðum eftir handtökuna
var Whitmore sýknaður af Wylie-
Hoffertmorðunum. Whitmore varð
auðvitað feginn sýknuninni, en hann
hafði orðið að þola miklar þjáning-
ar, því að blöðin höfðu sakfellt hann
og dæmt löngu áður en mál hans
kom fyrir dómstólana.
Meðan á þessu stóð, hafði Whit-
more verið dæmdur fyrir nauðg-
unartilraunina og byggðist sá dóm-
ur að nokkru leyti á játningunni
frægu. En það kom brátt í ljós, að
mál hans hafði ekki hlotið óhlut-
dræga meðferð, því að blaðaskrifin
höfðu haft áhrif á dómendurna.
Héraðssaksóknarinn varð sammála
verjendum Whitmores um að krefj-
ast ógildingar dómsins og að málið
skyldi tekið fyrir aftur, og féllst
dómstóllinn á það.
Það er ekki ný bóla í Bandaríkj-
unum, að blöðin sakfelli menn og
dæmi, áður en löglegir dómstólar
hafa fjallað um mál þeirra. Það hafa
orðið miklar umræður um þetta
vandamál upp á síðkastið, einkum
eftir að Warren-nefndin gagnrýndi
framferði blaðanna í sambandi við
rannsóknina á morði Kennedys for-
seta. Nefndin ákærði Dallaslögregl-
una fyrir að láta fréttamönnum
óþarflega miklar upplýsingar í té,
meðan málið var á rannsóknar-
stigi. Sönnunargögn gegn Oswald,
ásamt ýmsum órökstuddum fullyrð-
ingum og sögusögnum, voru birt
almenningi á blaðamannafundum
með miklu brauki og bramli. Nefnd-
in taldi, að réttur Oswalds til að
verða dæmdur af óvilhöllum kvið-
dómi hefði verið stórlega skertur
með þessu háttarlagi Dallaslögregl-
unnar, því að áróðurinn hlyti að
hafa jafn mikil áhrif á væntanlega
kviðdómendur sem aðra borgara.
í minniháttar glæpamálum, eink-
um í stórborgum, hafa þessi blaða-
skrif sennilega lítil áhrif; þegar sak-
borningurinn kemur fyrir rétt, oft
mörgum vikum eftir að afbrotið var
framið, hafa kviðdómendurnir
sennilega gleymt umsögnum blað-
anna, ef þeir hafa þá nokkurn tíma
lesið þær. En í stórglæpamálum,
sem vekja almenna athygli, er annað
uppi á teningunum, því að menn eru
þá Íangminnugir og blaðaskrifin
hefjast þá venjulega aftur, þegar
málið er tekið til dóms. Enginn
nema sá, sem væri ólæs og hlustaði
hvorki á útvarp né horfði á sjón-
varp, gæti komizt hjá að kynnast
málavöxtum að einhverju leyti.
í bókinni Sakleysingjar, sem er
nýútkomin og fjallar um fræg dóms-
morð, segir höfundurinn Edward
D. Radin frá hinu furðulega máli
James Forsters, sem var nærri lent-
ur í rafmagnsstólnum vegna óvin-
veittra blaðaskrifa. Vorið 1956 skaut
innbrotsþjófur kaupmanninn Char-
les Drake til bana í íbúð hans í
Jeffersonborg. Frú Drake, sem
særðist nokkuð, gat gefið lögregl-
unni lýsingu á innbrotsþjófnum.
Nokkrum dögum síðar fór leyni-
lögreglumenn að gruna að Forster
væri hinn seki — hann sat þá í
fangelsi fyrir umferðarbrot — vegna