Úrval - 01.11.1965, Qupperneq 62

Úrval - 01.11.1965, Qupperneq 62
íiO ÚRVAL konu umgangist hana í beinu hlut- falli við það, hversu fús hún er til að tileinka sér hugmynd karlmann- anna um það, hvernig kona eigi að vera. Hin andhverfu viðbrögð gagn- vart kvenkynvillu eru öðruvísi hjá körlum en konum. Konum finnst hún venjulega hneykslanleg, en körlum hlægileg. Jafnvel andlega menntaðir og víðsýnir karlmenn virðast eiga mjög erfitt með að trúa því, að til séu konur, sem kjósi held- ur að lifa í kynvillu. Það virðist særa kynferðislegt sjálfsmat þeirra mjög djúpt. Ef karlmenn trúa því ekki, þá leiða konur ekki hugann að því, og ég held að þegar um starfssystur er að ræða, þá falli andleg hula fyrir augu þeirra hversu augljóst sem ástandið er. Fólk sér ekki af því að það vill ekki sjá. Sú hugsun, að vel metinn sam- starfsmaður eða kona, sé „einn af þessum“ er því um megn. Hvað snertir persónulegan embætt- isframa, þá held ég að slíkt sé ein- göngu komið undir persónulegum hæfiieikum, alveg eins og hjá ó- kynvilltum konum. Heimskulegu þvaðri um „klíku af áhrifríkum kynvilltum konum,“ sem hjálpa hver annarri upp metorðastigann, ætti enginn að ljá eyra. Það er hreinn tilbúningur. Hve margar kynvilltar konur eru í Stóra-Bretlandi? Hvað er gert fyrir þær? Hvað ætti að gera fleira? Enginn veit svarið við fyrstu spurn- ingunni. Kynvillingaendurbótafélag- ið (Homosexual Law Reform Soci- ety) telur að það hljóti að vera minnst ein miljón karlkynvilling- ar, og það er engin ástæða til að halda að kvenkynvillingar séu færri í nýkominni grein í New Statesman, telur Brian Magee hlutfallstölu kyn- villinga bæði karla og kvenna, vera einn af hverjum 20 af íbúum lands- ins. Til þess að hjálpa kynvilltum kon- um í vandamálum þeirra: sektar- tilfinningu, einangrun og einmana- leik, tóku fimm konur höndum saman, og ein þeirra var ég, um að stofna félag, sem hlaut nafnið „Minorieties Research Group,“ sem hefur aðsetur sitt í Great Russel Street 41 London, W.C. 1. Mark- mið félagsins er í aðaldráttum að reyna að hjálpa kynvilltum konum til þess að finna og skilja sig sjálf- ar með því að vera þeim til ráðu- neytis og með því að halda sam- komur, þar sem þær gætu hitt aðr- ar konur, sem hefðu sömu reynslu og vandamál við að glíma. Frétta- bréf félagsins, „Arena Three,“ sem Esme Langley gefui- út mánaðarlega, birtir greinar og bréf um málefni kynvilltra kvenna, og einnig um önnur mál, meira almenns eðlis. Það vonar að geta bætt þær hugmyndir, sem almenningur gerir sér um kyn- villtar konur, með því að kynna honum þessi undirstöðuatriði. Með því að gera það af heiðarleik og raunsæi en ekki tilfinningasemi. Að rita grein eins og þessa, er eitt af því sem við gjarnan viljum gera. Nýlega sáum við um efni og viðtöl í sjónvarpsdagskrá, þar sem meðlimir félagsins töluðu frjáls- mannlega um sjálfar sig og hvernig þær lifðu lífinu. í blöðum hefur birzt allmikið efni okkur í hag og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.