Úrval - 01.11.1965, Side 72
70
ÚRVAL
inn að missa alla von. Hann átti
ef til vill ekki eftir að lifa nema í
fimm mínútur. Hann starði á kirkju-
með gullnum turni, sem endurvarp-
aði sólargeislunum, og honum
fannst allt í einu sem þessir tveir
geislar kæmu frá heimi, sem yrði
samastaður hans eftir andartak.
Það var nokkurt hlé, raunar
lengra en við mátti búast, áður en
skyttunni var gefið merki um að
hleypa af. Ungi maðurinn, sem var
nærsýnn, sá ekki hvað var að ger-
ast, en allt í einu kom liðsforingi
ríðandi á harðaspretti inn á torgið
og veifaði hvítum klút.
„Ég er með fyrirskipun frá keis-
aranum. Dauðadómunum hefur ver-
ið breytt í fjögurra ára hegningar-
vinnu í Síberíu. Einn fanginn hefur
verið sýknaður. Það er Palm.“
Ungi maðurinn gleymdi aldrei
þessum stundarfjórðungi, sem hann
beið þarna á torginu, klæddur í
eina skyrtu í tuttugu stiga frosti,
og röðin næstum komin að honum.
Hann hét Feodor Dostojevsky. Þó
að hann væri ekki nema 28 ára
gamall, hafði hann þegar látið til
sín taka á bókmenntasviðinu, og
það átti fyrir honum að liggja að
verða frægasti rússneski skáldsagna-
höfundurinn fyrr og síðar.
Árið 1821 starfaði herlæknir
nokkur Mikhail Dostojevsky, við
St. Maríusjúkrahúsið í Moskvu.
Hann bjó ásamt konu sinni í lítilli
íbúð, sem ætluð var starfsfólki
sjúkrahússins. Kona Mikhails var
fögur og blíðlynd. Þeim hjónum
fæddist sonur 21. október 1821 og
var hann skírður Feodór Mikhail-
ovitch. Hann var annað barn þeirra.
Læknirinn var einkennilegur mað-
ur. Hann var drykkfelldur og mjög
strangur heimilisfaðir. Hann leyfði
dætrum sínum aldrei að fara einum
út, heldur fylgdi þeim jafnan, þeg-
ar þær fóru að heimsækja vini og
kunningja. Gagnvart sonum sínum
fjórum beitti hann sannkölluðum
heraga. Hann var ákaflega skap-
bráður og börnin óttuðust hann.
Þegar hann fékk reiðiköstin, réði
enginn við hann nema hin fagra og
veikbyggða kona hans.
Læknirinn var einnig sérkenni-
legur að því leyti, að hann var með
afbrigðum nízkur. Hann lét syni
sína ekki fá neina vasapeninga fyrr
en þeir voru orðnir sextán eða
seytján ára gamlir. Þó var hann
svo vel efnaður, að hann keypti
jarðeign nálægt borginni Tula, þeg-
ar Feodor var níu ára gamall, og
hann lét syni sína ganga í góða
skóla. Kona læknisins dvaldi á
sveitabýlinu með börn sín á sumrin,
og það var þar sem Feodor komst
fyrst í kynni við þrælana eða hina
ánauðugu bændur, sem unnu fyrir
föður hans. Þau kynni áttu eftir að
hafa djúp áhrif á Feodor síðar meir.
Móðirin dó árið 1837, og sama
ár sóttu Fedeor og eldri bróðir hans
um upptöku í Verkfræðingaskól-
ann. Öllum til undrunar stóðst Feo-
dor inntökuprófið, en bróðir hans
féll.
Eftir lát konu sinnar, missti lækn-
irinn alla stjórn á sér. Hann lagðist
í drykkjuskap og reiðisköst hans
urðu ofsalegri en nokkru sinni fyrr.
Þegar hann gat ekki lengur gegnt
starfi sínu, sótti hann um lausn,
og settist að á sveitasetri sínu. En