Úrval - 01.11.1965, Side 72

Úrval - 01.11.1965, Side 72
70 ÚRVAL inn að missa alla von. Hann átti ef til vill ekki eftir að lifa nema í fimm mínútur. Hann starði á kirkju- með gullnum turni, sem endurvarp- aði sólargeislunum, og honum fannst allt í einu sem þessir tveir geislar kæmu frá heimi, sem yrði samastaður hans eftir andartak. Það var nokkurt hlé, raunar lengra en við mátti búast, áður en skyttunni var gefið merki um að hleypa af. Ungi maðurinn, sem var nærsýnn, sá ekki hvað var að ger- ast, en allt í einu kom liðsforingi ríðandi á harðaspretti inn á torgið og veifaði hvítum klút. „Ég er með fyrirskipun frá keis- aranum. Dauðadómunum hefur ver- ið breytt í fjögurra ára hegningar- vinnu í Síberíu. Einn fanginn hefur verið sýknaður. Það er Palm.“ Ungi maðurinn gleymdi aldrei þessum stundarfjórðungi, sem hann beið þarna á torginu, klæddur í eina skyrtu í tuttugu stiga frosti, og röðin næstum komin að honum. Hann hét Feodor Dostojevsky. Þó að hann væri ekki nema 28 ára gamall, hafði hann þegar látið til sín taka á bókmenntasviðinu, og það átti fyrir honum að liggja að verða frægasti rússneski skáldsagna- höfundurinn fyrr og síðar. Árið 1821 starfaði herlæknir nokkur Mikhail Dostojevsky, við St. Maríusjúkrahúsið í Moskvu. Hann bjó ásamt konu sinni í lítilli íbúð, sem ætluð var starfsfólki sjúkrahússins. Kona Mikhails var fögur og blíðlynd. Þeim hjónum fæddist sonur 21. október 1821 og var hann skírður Feodór Mikhail- ovitch. Hann var annað barn þeirra. Læknirinn var einkennilegur mað- ur. Hann var drykkfelldur og mjög strangur heimilisfaðir. Hann leyfði dætrum sínum aldrei að fara einum út, heldur fylgdi þeim jafnan, þeg- ar þær fóru að heimsækja vini og kunningja. Gagnvart sonum sínum fjórum beitti hann sannkölluðum heraga. Hann var ákaflega skap- bráður og börnin óttuðust hann. Þegar hann fékk reiðiköstin, réði enginn við hann nema hin fagra og veikbyggða kona hans. Læknirinn var einnig sérkenni- legur að því leyti, að hann var með afbrigðum nízkur. Hann lét syni sína ekki fá neina vasapeninga fyrr en þeir voru orðnir sextán eða seytján ára gamlir. Þó var hann svo vel efnaður, að hann keypti jarðeign nálægt borginni Tula, þeg- ar Feodor var níu ára gamall, og hann lét syni sína ganga í góða skóla. Kona læknisins dvaldi á sveitabýlinu með börn sín á sumrin, og það var þar sem Feodor komst fyrst í kynni við þrælana eða hina ánauðugu bændur, sem unnu fyrir föður hans. Þau kynni áttu eftir að hafa djúp áhrif á Feodor síðar meir. Móðirin dó árið 1837, og sama ár sóttu Fedeor og eldri bróðir hans um upptöku í Verkfræðingaskól- ann. Öllum til undrunar stóðst Feo- dor inntökuprófið, en bróðir hans féll. Eftir lát konu sinnar, missti lækn- irinn alla stjórn á sér. Hann lagðist í drykkjuskap og reiðisköst hans urðu ofsalegri en nokkru sinni fyrr. Þegar hann gat ekki lengur gegnt starfi sínu, sótti hann um lausn, og settist að á sveitasetri sínu. En
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.