Úrval - 01.11.1965, Side 73

Úrval - 01.11.1965, Side 73
FEODOR DOSTOJEVSKY 71 þá tók ekki betra við, því að hann fór svo ómannúðlega með þrælana, að þeir myrtu hann að lokum. Árið 1843 lauk Feodor námi og fékk starf í verkfræðideild hersins. Hann hafði engan áhuga á starfinu og lifði í svalli og sukki. Enda þótt hann hefði föst laun og fengi auk þess 5000 rúblur mánaðarlega frá fjárhaldsmanni sínum, var hann alltaf í peningavandræðum. Hann varð afar sólginn í að leika billiard og tapaði alltaf. Hann var eyðslu- samur allt sitt líf, og að frátöldum síðustu árunum sem hann lifði, þegar hann var orðinn frægur mað- ur, átti hann alltaf í fátæktarbasli. En þrátt fyrir svallið og kæru- leysið var eitthvað að gerast innra með honum, sem gerbreytti lífi hans. Hann fékk mikinn áhuga á bók- menntum og fór að þýða Eugénie Grandet eftir Balzac. Hann varð fljótlega ieiður á hermannalífinu og í árslok 1844 sagði hann starfi sínu lausu. í bréfi, sem hann skrifaði bróður sínum um þetta leyti, segir hann: „Ég sé ekki eftir neinu. Ég er von- góður. Ég er að ljúka við skáldsögu, sem ég álít að sé frumleg.“ Hann hafði vonazt til að fá söguna birta í þekktu bókmenntatímariti, en tímaritið neitaði að birta hana nema hann gerði stórfelldar breyt- ingar. En í stað þess að gera breyting- ar á verkinu, ákvað Dostojevsky að láta prenta það á eigin kostnað. Hann skrifaði Mikhail, bróður sín- um: „Ef sagan er góð, þá losar hún mig úr ýmsum vandræðum og skuldum. . . . Ef þetta fyrirtæki mis- heppnast, verð ég líklega að hengja mig.“ Enda þótt hann yrði að stofna til enn meiri skulda, hélt hann þó fast við ákvörðun sína. Árið 1846 gaf hann út Fátækt fólk. Þegar einn merkasti gagnrýnandi Rúss- lands hafði lesið bókina, sendi hann eftir Dostojevsky og sagði: „Þér hafið kafað djúpt og kannað innsta kjarna hlutanna. Ég bið yður að nota hæfileika yðar að verðleikum og reynast þeim ávallt trúr. Þá munuð þér verða mikill rithöfund- ur.“ Bielinsky var ekki eini gagnrýn- andinn, sem lauk lofsorði á bókina, og áður en Dostojevski vissi af, var hann orðinn frægur og eftirsóttur. „Mér er allsstaðar tekið opnum örmum," skrifaði hann bróður sín- um. En frægðin hafði ekki heppileg áhrif á hann. Hann varð hrokafullur og réðist á aðdáendur sína og stuðningsmenn á hinn harkalegasta hátt. Afleiðingar þessarar fram- komu gátu ékki orðið nema á einn veg. Hvað hélt þessi hvolpur ofan úr sveit að hann væri eiginlega? Menn fóru að gjalda líku líkt — þeir hæddust að honum og sneru út úr hverju orði, sem hann sagði. Þetta tók svo á hann, að hann fékk snert af ofsóknarbrjálæði. Hann einangraðist æ meir, því að hann þóttist jafnvel verða fyrir móðgun- um, þar sem engu slíku var til að dreifa. Fyrsti bókmenntasigur Dostojev- skys varð endaslepur, því að næstu verk hans hlutu slæma dóma. Hann skrifaði fyrst og fremst til þess
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.