Úrval - 01.11.1965, Síða 77
FEODOR DOSTOJEVSKY
75
tók að hraka. Hann hafði verið
flogaveikur frá barnæsku og auk
þess þjáðist hann af öðrum sjúk-
dómi, sem hann hafði sýkzt af á
unglingsárunum. Þessir sjúk-
dómar fóru nú að færast í aukana.
Hann var þjáður maður, þegar hann
hóf að skrifa síðasta verlc sitt,
Karamazovbrœðurna. Sagan kom út
í köflum í Russky Weistnik árin
1879—80.
Dostojevsky sendi ritstjóra tíma-
ritsins síðasta kafla sögunnar 8.
nóvember 1880. í bréfi, sem fylgdi
handritinu, segir hann: „Eg ætla
ekki að kveðja yður. Ég ætla að
halda áfram að lifa og skrifa í
tuttugu ár enn.“
Hinn 25. janúar 1881 veiktist
Dostojevsky hastarlega. Daginn eftir
var sóttur sérfræðingur og hann
lét það álit í ljós, að næsta nótt
mundi skera úr um það, hvort
Dostojevsky lifði veikindin af eða
ekki. Dostojevsky leið illa um
nóttina, og um morguninn varð
honum ljóst, að hann ætti skammt
eftir ólifað. Hann bað konu sína
um að lesa fyrir sig dæmisöguna
um glataða soninn. Síðan bað hann
um að prestur yrði sóttur, svo að
hann gæti neytt sakramentisins.
Hann hafði fulla meðvitund fram í
andlátið. Hann lézt klukkan hálf
níu um kvöldið.
Daginn áður en hann veiktist,
hafði hann skrifað ritstjóra sínum:
„Ég hef mikla þörf fyrir peninga.
Gerið svo vel að senda mér fjögur
þúsund rúblur.“ Eftir lát Dostojev-
skys, komu bækur hans út í mörgum
heildarútgáfum og fyrir hverja út-
gáfu fengu erfingjar hans 75 þús-
und rúblur.
Ég var að tala við Frakka einn, sem var í sumarleyfi suður í Florida-
fylki. „Þið Ameríkanar eruð i raun og veru kolbrjálaðir!" sagði Frakk-
inn. „Þið sjáið fallegan kvenmann. Þið blístrið. Hvers vegna að vara
kvenmanninn við?“ Bernie Allen
Hann hafði verið forhertur piparsveinn árum saman, og vinir hans
héldu, að hann mundi aldrei giftast. En þó kom nú að því um síðir, að
hann giftist. Og 3 mánuðum síðar var hann byrjaður að kvarta há-
stöfum yfir hjónabandinu.
„Nú, hvað er að?“ spurði einn vinur hans.
„Æ, hún er alltaf að þvælast fyrir mér, á meðan ég er að reyna að
elda matinn!“ stundi piparsveinninn fyrrverandi.
Family Weekly
Imyndunaraflið er uppspretta sköpunarinnar. Maður imyndar sér
það, sem maður þráir. Maður vill það, sem maður ímyndar sér, og að
lokum skapar maður það, sem maður vill.
George Bernard Shaw