Úrval - 01.11.1965, Page 80
78
URVAI
Bronsmynd, sem sýnir nakinli, keltneskan spjótmann,
ingar hafa skýrt frá; og lýsingarnar
á þeim, sem oft eru hafðar eftir
sjónarvottum, koma venjulega heim
við vitnisburð fornleifafræðinga um
þetta herskáa fólk, sem á ránsferð-
um sínum lenti oft í árekstrum við
hið sívaxandi rómverska áhrifa-
svæði.
Úr ritum Polybiusar, Diodorusar
og Strabós getum vér gert oss nokk-
uð sennilega og greinilega hugmynd
um líkamlegt útlit þeirra Kelta,
sem Rómverjar höfðu komizt í
kynni við. Helztu sérkenni þeirra
voru, að þeir voru bjartir á hörund,
vöðvamiklir, bláeygðir og ljóshærð-
ir. Höggmyndir og myndir á pen-
ingum staðfesta þessar skjalfestu
frásagnir. Þeir báru þykkt sítrónu-
smyrsl á hár sitt og greiddu
það frá enninu aftur á hnakkann
til þess að það líktist faxi á
hesti. Margir ættflokkar höfðu þann
sið, að raka allt andlitið, skildu að-
eins eftir sítt yfirskegg, sem gaf á-
sjónu þeirra, eins og hún er sýnd
á peningum og höggmyndum, dap-
urlegan virðuleikablæ, og gerði
eiganda sínum erfitt fyrir við mat-
borðið, „maturinn festist í því, og
þegar þeir drukku, verkaði það
eins og nokkurs konar sía.“