Úrval - 01.11.1965, Side 85

Úrval - 01.11.1965, Side 85
KELTNESKl ÞJÓÐFLOKKURINN 83 þar sem þeir drekka hóflaust falla þeir í dá eða verða óðir þegar þeir eru drukknir. Víst er um það, að ítölskum kaupsýslumönnum þótti þessi veikleiki Keltanna hreinasta guðsblessun. Vín frá Miðjarðarhafs- ströndum var flutt á prömmum upp eftir ám Frakklands og síðan lengra norður eftir á vögnum. Og í grafir keltneskra prinsa á Bretlandi voru látnar stórar leirkrukkur („amph- orae“) með ítölsku víni. Verðið, sem keltneskir hermenn vildu greiða fyrir vínið sýnir, hve mikils þeir mátu þennan munað: Stór leir- krukka gat kostað heilan þræl. Það fór auðvitað ekki hjá því, að hinir drykkfelldu hermenn lentu oft í deilum. Algengasta þrætuefnið var það, hvernig merkjum um mannvirðingu var úthlutað, og tákn- rænt í því efni var skipting eftir- sóttustu kjötstykkjanna. Posidoni- us (kennari Ciceros) getur þess, að æðsti maðurinn í keltneskri veizlu hafi fengið læri. Hermaður, sem gengið var framhjá, eða hon- um fannst það, skoraði keppinaut sinn um hið umdeilda stykki á hólm, og í einvíginu, sem af því leiddi, var barizt upp á líf og dauða. Æsingurinn gat orðið smitandi. Sagnir gengu af keltneskum her- mönnum, sem frávita af drykkju vátryggðu sig fyrir peninga, eða jafnvel nokkrar vínkrukkur, og leyfðu síðan félögum sínum að skera sig á háls, í þeirri öruggu fullvissu, ekki aðeins að þeir kæmust yfir í annan heim, heldur einnig að vin- ir þeirra og vandamenn mundu hljóta veraldlegan hagnað af dauða þeirra. Söguritarar minnast oft á ofsa hinna keltnesku þjóða. „Allur kyn- stofninn er stríðsóður, æstur og ákafur í bardaga, enda þótt þeir séu að öðru leyti heiðarlegir og ekki illa siðaðir," þannig hljóðaði úr- skurður Strabós. Júlíus Cæsar var varkár gagnvart galliskum banda- mönnum sínum, „sem voru fljótir til að taka upp nýtt skipulag og jafn fljótir að leggja það niður fyrir annað jafnvel enn óreyndara;" en hann var hrifinn af óseðjandi for- vitni þeirra. Þeir héldu í ferðamenn, sem áttu leið framhjá, og yfirheyrðu þá um sérhvern orðróm, sem á gangi var; og síðan tóku þeir ákvarðanir, sem byggðar voru á upplýsingum eftir slíkum ótryggum heimildum — og urðu oft að iðrast fljótfærni sinnar síðar. Því að, eins og Cæsar komst svo háðslega að orði, menn svöruðu þeim því til, sem þeir vildu heyra. Svo er víst, að hjá sumum ættflokkum var fyrirskipað, að skýra skyldi yfirvöldunum frá hverjum nýjum orðrómi, sem upp kæmi, en ekki gera hann uppskáan fyrir hinum trúgjarnari almenningi. Þetta bráðræði og sú drembi- lega sjálfstæðistilfining, sem því var samfara, olli því, að Keltarnir gátu aldrei náð neinni varanlegri þjóðar- einingu. Ættflokkar bundust sam- tökum í því skyni að finna og nema ný lönd, þegar ásókn germanskra þjóða handan við Rín og Dóná varð þeim óbærileg; og í ránsflokkunum, sem herjuðu sléttur Norður-ftalíu, j gátu verið menn úr nokkrum ætt- Ji flokkum, sem skorti kvikfé. En slikH samtök fóru oftast í mola og leystust® upp. Þeir skarar af yfirbreiddum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.