Úrval - 01.11.1965, Blaðsíða 91
89
Það er skortur á læknum hvar-
vetna í þessu landi, nema i sjónvarps-
þáttunum.
English Digest
-—*
Prestur einn, sem var á skemmti-
göngu, vék sér að gömlum garð-
yrkjumanni, sem var að hreinsa til
i gömlum garði, sem lengi hafði verið
vanhirtur.
„Það er dásamlegt, hvað hönd
mannsins getur gert með hjálp for-
sjónarinnar, Wilks,“ sagði prestur.
Þá svaraði garðyrkjumaðurinn:
„Þér hefðuð bara átt að sjá garðinn,
prestur minn, meðan forsjónin hafði
hann alveg út af fyrir sig.“
-—★
„Kona sú, sem grípur stöðugt fram
í fyrir karlmanni, er nú þegar orðin
eiginkona eða verður það aldrei.“
---★
Fjöldi góðverka getur ekki gert
okkur að góðum mönnum. Við verð-
urn að vera góð, áður en við getum
gert gott.
—★
Maður nokkur gaf eitt sinn skýr-
ingu á því, hvers vegna hann hætti
ekki að drekka, þótt drykkjuskapur-
inn hefði þau áhrif á hann, að mál
hans yrði þvoglulegt og óáheyrilegt:
„Sko, Þetta, sem ég hef verið að
drekka, er miklu betra en það, sem
ég hef verið að segja."
-—★
Miðaldra hjón og vinur þeirra stönz-
uðu eitt sinn við óskalind einhvers
staðar 5 írlandi.
Eiginmaðurinn kastaði penny í lind-
ina og bar fram þögia ósk. Eigin-
kona hans reyndi að gera slíkt hið
sama, en hún hallaði sér of langt út
yfir lindina, datt ofan í hana og
drukknaði.
Ekkjumaðurinn sneri sér þá að vini
sínum og tautaði: „Og ég, sem hélt,
að það væri ekkert að marka þessa
polla.“
---★
Velmegandi kaupmaður sat eitt
kvöld heima í rikmannlegri stofu
sinni, þegar vinkona eiginkonu hans
kom í heimsókn.
„Hvað gengur að manninum þín-
um?“ hvíslaði vinkonan að henni,
er hún sá fýlusvipinn á manninum
gegnum opnar dyrnar að næstu stofu.
„O, það er ekki neitt," sagði kon-
an, „hann er bara að jafna sig."
„Nú, við hvað áttu?"
„Nú, hann verður að brosa allan lið-
langan daginn og vera alúðlegur við
viðskiptavinina i búðinni. Finnst þér
ekki, að hann hafi þá þörf fyrir að
slaka svolítið á og hvíla sig, þegar
hann kemur heim."
——★
Gosdrykkjasalan, sem krakkarnir
hafa sett á laggirnar úti á gangstétt-
inni, er sem bezta kennslustund í
stjórnfræði nútímans .... Mamma
styrkir starfsemina með sykri og sit-
rónusafa.... og pabbi kaupir allar
afgangsbirgðir.
Hank Billings