Úrval - 01.11.1965, Qupperneq 97

Úrval - 01.11.1965, Qupperneq 97
ÓGLEYMANLEG KONA 95 Aldrei man ég þó að Nónu svo mikið sem stykki bros að myrkfælni minni. En oft var það, ef hún vissi af mér utandyra eftir að farið var að dimma, að hún kom fram í bæjar- dyrnar og leit út, þóttist vera að gá til veðurs eða eitthvað þess hátt- ar, því að hún vissi, að ég skamm- aðist mín fyrir heigulsháttinn. Urð- um við svo samferða í bæinn eins og fyrir tilviljun. Flestir hefðu nú í Nónu sporum látið sér nægja að fylgja mér í bæinn, en ekki Nóna. Hún mátti ekki til þess hugsa að nið- urlægja barn. Hún hafði stórt hjarta hún Nóna. Ég öfundaði Sverri bróður minn ákaflega, vegna þess að hann var algerlega laus við myrkfælni. Hann gerði það eitt sinn til þess að ganga fram af mér að fara um kvöld í brúnamyrkri út í kirkju og sækja sálmabók af altarinu. Nóna á Þverá var mikil gæfu- manneskja. Hún safnaði ekki auði, sem mölur og ryð fá grandað, en hún stráði kringum sig auðlegð hjartans, ef af henni átti hún mikl- ar gnægtir. Nú er hún búin að hvíla í gröf sinni á annan áratug. Leiðir okar skildu þegar ég stálpaðist og fór frá Þverá. En hún naut þeirrar hamingju, að hafa barna- og ungl- ingahóp í kring um sig til hinztu stundar. Sagt var um Jón Sigurðsson og Ingibjörgu konu hans: „Þau áttu engin börn, en allir fslendingar voru börn þeirra." Um Nónu mátti segja: „Hún gekk öllum börnum, sem voru svo lán- söm að vera henni samtíða, í móður- stað.“ Sálfræðingar halda því fram, að fólk, sem stundar einhverja tóm- stundaiðju, sé ekki líklegt til þess að missa vitið. En þetta gildir ekki um fólkið, sem þetta sama fólk býr með. Irish Digest Það eru einkenni hins óreynda manns að trúa ekki á heppnina. Jos&ph Conrad Brezki leikarinn Robert Morley er þekktur fyrir það að láta ekkert fjáröflunartækifæri ónotað. Öðru hverju heimsækir hann systur sína, sem býr á sveitabýli suður í Kent. Kemur hann þá jafnan öllum að óvörum. Likt og siður er þar í héraðinu, hefur hún sett upp stóra aug- lýsingu við þjóðveginn, þar sem hún auglýsir, að hún selji ýmsar land- búnaðarafurðir hverjum sem vill. Hún hafði skroppið að heiman um daginn, og þegar hún kom að afleggjaranum, sem liggur heim að bæn- um, gerði hún sér grein fyrir þvi, að nú hlyti hinn frægi bróðir hennar að vera kominn í heimsókn. Á auglýsingaspjaldinu hennar hafði staðið: „Salat 9 pence, egg 4 sh. 6 pence.“ En nú hafði þessari linu verið bætt við „Eiginhandaráritanir Robert Morleys 2 shillingar."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.