Úrval - 01.11.1965, Síða 101

Úrval - 01.11.1965, Síða 101
MAÐURINN, SEM ENGINN ÞEKKIR 99 er faðir allra manna, þá er hinn lægsti jafn dýrmætur og hinn æðsti. Það var engin furða þó að yfir- völdunum litist ekki á blikuna; þau sáu hvílíkar afleiðingar slík kenn- ing gat haft. Það var aðeins um tvennt að velja, lífláta Jesús eða missa völdin. Það er ekki heldur neitt undrunarefni, þó að síðari kynslóðir breyttu kenningu hans og afbökuðu hana svo mjög, að ein- földustu trúarbrögð í henni eru orðin að flóknu kerfi kennisetninga og helgisiða. Boðskapur Jesús var of hættulegur til þess að óhætt væri að láta hann breiðast út um heim- inn í sinni upprunalegu mynd, frjálsan og óháðan. Þetta var fagnaðarboðskapurinn, sem Jesús vildi flytja öllu mann- kyni fyrir tilstyrk hinna ellefu læri- sveina sinna. En hver var þá að- ferð hans? Hann var á leiðinni frá Jerúsalem til Nazaret, eftir hinn glæsilega sigur yfir víxlurunum í musterinu. Þegar hann kom að Jakobsbrunni, var hann orðinn þreyttur og settist niður, en lærisveinar hans fóru inn í bæinn að kaupa vistir. Brunnurinn var vatnsból bæjarins og eftir stundarkorn kom samversk kona með krukkur á öxlinni. Það hafði ríkt fjandskapur milli ættbálks Jesús og Samverjanna um aldaraðir. Samkvæmt lögbók Faríseana var jafnvel skuggi Samverja talinn saurgandi og það var álitinn glæp- ur að tala við þá. Konan gat ekki leynt gremju sinni yfir því, að Jesús skyldi vera staddur þarna. Hvað tók Jesús til bragðs? Hvern- ig gat hann boðað fagnaðarerindið, þegar æðstu prestarnir bönnuðu á- heyrendum að hlusta? Jesús þagði og það var eins og hann hefði ekki orðið konunnar var. Síðan tók hann til máls og það var því líkast sem hann væri að tala við sjálfan sig: „Ef þú vissir hver ég er, mundir þú biðja mig um að gefa þér að drekka, og ég mundi gefa þér lif- andi vatn.“ Konan hrökk við og horfði á ó- kunna manninn. Hvað átti hann við? Hún ætlaði að fara að svara, hikaði andartak, en sagði svo allt í einu: „Herra, þú hefur enga ausu og brunnurinn er djúpur, hvaðan hefur þú þá lifandi vatn? Eða ertu meiri föður okkar Jakob, sem gaf oss brunninn?" Jesús hafði unnið sigur með einni setningu. Og nú fór hann að ræða við konuna um hennar eigið líf, áhugamál hennar og vonir. Þegar lærisveinarnir komu nokkrum mín- útum síðar, urðu þeir forviða. — Þarna var samversk kona, sem hlýddi með athygli á orð Gyðings. Jesú bjóst til að fara, en konan vildi ekki leyfa honum það. Þá skildi hún eftir vatnskrukkuna, gekk inn í bæinn og sagði við menn: „Komið og sjáið mann, sem sagði mér allt sem ég hef aðhafzt; ætli þessi maður sé ekki Kristur?" Fólkið fylgdi henni á fund Jesús með tregðu og tortryggni, en þeg- ar það hafði hlýtt á hann um stund, óx áhugi þess. Þegar leið á daginn, fjölgaði á- heyrendunum, og þegar þeir sáu á honum fararsnið, báðu þeir hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.