Úrval - 01.11.1965, Side 117
EINN ÞÁTTUR
115
EINN ÞÁTTUR
Maður sefur í rúmi — sem er í
nokkurskonar hálfherbergi — þann-
ig, að hálfur veggur stofunnar er
opinn út að breiðum veranda, sem
er gyrtur fallegum pílárum úr trje.
Þarfyrir utan sjest fagurt landslag.
Verandinn virðist vera lengri úti
fyrir en breidd stofunnar. -— Það
heyrist þytur, síðan ljettur hug-
fylltur hlátur, fullur meðvitundar,
um leið og maður birtist á ver-
andanum — þar sem útveggur stof-
unnar endar; — hann hefur komið
þeim megin að stofunni — ekki
þeim megin, sem þilið vantar, þar
sem sjest út. — Þetta er náttúru-
andi í óútmálanlegu hertigi — í
ljósgrænlitum búningi með langa
spjótstöng í hægri hendinni. Það
er örlítið brotið framan af oddinum
á spjótstönginni.
N áttúruandinn (rödd hans og
orð og tal): Ha, ha, ha — hann sef-
ur. (Gengur nær, lítur niður að
rúminu, talar, hláturinn heyrist
aðeins í rómnum): Þú heldur, að þú
sjert skáld (andartaks þögn), og
langar að vera skáld. En þig vantar
eitthvað í vökunni, finnst þjer. Ha,
ha, ha. — — Það er von.---------Og
þú heldur, að þú sjert ekki skáld,
ef þú skrifar upp draum, sem er
skáldlegur — ha, ha. ■— Það er
naumast að þú heldur að skáldskap-
urinn eigi að vera merkilegur. —
Það er ekki hlæjandi að því. (Tek-
ur sjer til hjartans, og lýtur niður
að hinum sofandi manni; heldur
hendinni á hjartanu og réttir sig
upp og brosir; talar): — — Þessi
hljómur — (þegir andartak), þar
sem ekki er hægt að greina orða-
skil — af því raddirnar eru svo
margar.-------Þessi hljómur — er
svo stór og yfirgripsmikill — að
fyrir þjer er hann þögn. — —
Þessi hljómur er sterkast afl heims-
ins — þögnin. — Við náttúruandar
skiljum hann enn ekki — þennan
hljóm — en við vitum af honum.
Þessi hljómur lætur Steingrím
Thorsteinsson minnast á sig í einu
af kvæðum sínum — og lætur hann