Úrval - 01.11.1965, Qupperneq 119
EINN ÞÁTTUR
117
il skáld (þegir — eins og hugsi).
(Sofandi maðurinn rumskar —
hrýtur — byltir sjer yfir á hina hlið-
ina — rjettir aðra hendina út frá
sænginni, eins og hann vilji heilsa
þeim aðkomna — — umlar eitthvað
upp úr svefninum. — Andinn talar
áfram).
Náttúruandinn (áfram): Þið eruð
búnir að þrautreyna hitann — fyrst
slógu þið tinnu ■—- svo funduð þið
upp púðrið, — takið eftir því, —
frostið þolir sjálft sig — það leggst
í lög í jökulbreiðurnar við himin-
blámann,----------alt er háð sömu
örlögum og þið sjálfir — ef þið
lifið í anda forgengilegra efnasam-
setningar — engu síður en ísinn,
þegar hann bráðnar við sólarhit-
ann. — Öll ykkar menning gengur
út á að tortíma ykkur sjálfum, ef
þið sjáið ekki nema menninguna í
náttúrunni —- þaðan sem menning-
in er komin frá — í staðinn fyrir
að náttúran á að vera í menning-
unni —. (Þögn. Andinn brosir, er
hann horfir á sofandi manninn —.
Hlustar — talar): — Skáld — hvers
vegna ekki strax nú þegar að ganga
sjálfri náttúrunni á vald og læra
hin einföldu drög hennar í hnatta-
bygg'ing, þar sem tekur aldir að
fæða fram einn náttúruanda, eins
hnattar — ■— — Þið einstaklingar
— þið með allt ykkar uppfærslu-
vesin — sem þið annaðhvort svíkið
um ávöxtun — eða uppkomið millj-
ónaherum — er bara smásjár minna
vísindatilbiðjana, sem þið trúið á,
— hvorttveggja er ófullnægjandi
meðan það er ekki til annars en
fótumtroða eins mikið af jarðar-
skrauti og nokkur ísöld nokkru
sinni hefur uppfundið. Alt ykkar líf-
errii gengur út á að vera meiri en
eitthvað annað, sem er mikið. —
Þið hafið reynt að stinga út ísöld-
ina í uppfinningum-------þið getið
mikið ■— þið skapið ykkur vígi þar
sem þið getið varist bæði hita og
kuida — með því að finna jafnvægið
milli andstæðnanna. — Það er
naumast að þið haldið að þið sjeuð
miklir — — (andinn gengur nær,
lýtur aðeins niður að sofandanum,
rjettir sig upp, talar í samstillingu
við andardrátt sofandans, skýrt,
blítt og rólegt): Með snjókorn í
hjartastað eruð þjer allir vegir
færir---------(Fer).
(Náttúruandinn fer — sofandinn
sest upp, sest framan á------kall-
ar): — Hæ hæ — hæ — hæ hæ!
(Inn kemur stúlka).
Maðurinn skáldið: Kallaðu. á
skrifarann minn — fljótt! (Stúlkan
kallar): — Hæ hæ! — (og hann
líka, bæði samróma): Hæ, hæ, hæ
— — fljótt — hæ hæ!
(Skrifarinn kemur inn).
Maðurinn skáldið: Skrifaðu segi
jeg •— skrifaðu! Út með þig, hæ,
hæ, út! (Stúlkan fer. — Skáldið
situr framan á rúminu): Skrifaðu!
Skrifarinn (sest): Já.
Skáldið: Ertu tilbúinn?
Skrifarinn: Já.
Skáldið: Skrifaðu — (lygnir aftur
augunum — — setur nefbroddinn