Úrval - 01.11.1965, Side 125

Úrval - 01.11.1965, Side 125
SAGA BARKARDYRSINS 123 andör eyjaklasa. Veturinn eftir dóu allmargir leiðangursmanna úr skyr- bjúgi, þar á meðal Vitus Bering sjálfur, en síðar meir tókst hinum eftirlifandi að komast burt, og eftir heimkomuna gátu þeir sagt frá hinu auðuga og furðulega dýralífi sem þeir höfðu kynnzt á hinni óbyggðu eyju. Það var einkum þýzki skipslækn- irinn G. V. Steller sem vann það afrek að skrifa nákvæmar lýsingar á náttúruskilyrðum í Beringshafi og hann gat meðal annars sagt frá aragrúa af sæotrum, loðselum og öðrum sjávardýrum við Berings- eyju. Furðulegust af þeim öllum voru þó hópar af geysistórum sæ- kúm, sem héldu sig við ströndina og lágu á grunninu meðfram strönd- inni og voru á beit í þangskógunum með bak og hala upp úr sjónum. Það voru þessi dýr, sem Steller nefndi barkardýr vegna hinnar þykku, barkarkenndu húðar. Síðan er dýrið oftast kallað Stellers sœkýr eftir lækninum. Fræðilega tilheyrir hún sama ættbálki og hitabeltisdýrin mana- ter og dugonger, sem sameiginlega eru nefnd sækýr — á latínu Sirenia (þ.e.a.s. hafmeyjar). Það eru stór dýr, sem.hafa samlagazt lífinu í höf- um og fljótum. Þær eru afturfóta- lausar og halinn myndar breiðan, láréttan ugga. Á kvendýrunum eru spenarnir framantil á skrokknum, svo segja má að þau líkist „haf- meyjum", þegar þau stinga höfðinu og bringunni upp úr vatninu. Það álitu a.m.k. landkönnuðirnir, sem sáu þau fyrst á 16. og 17. öld. Eins og aðrar sækýr var barkardýrið, Stellers sækýrin, jurtaæta, gagn- stætt selum og hvölum. Það var risadýr. Kvendýr sem var mælt, var TV2 m. langt og vó 4 tonn og það var meira að segja ekki til- takanlega stórt. Mörg dýr urðu 10 m. löng og 5—6 metrar um miðj- una. Kjötið var ákaflega bragð- gott og sagt er, að sjómennirnir hafi drukkið fljótandi fituna beint úr slátruðum dýrum. Sæfarar álitu réttilega kjöt barkardýrsins áhrifa- mikið meðal við skyrbjúgi. Menn hafa gizkað á að það hafi verið um 2000 barkardýr við Ber- ingseyju, þegar Evrópumenn komu þangað og það hafa sennilega ver- ið seinustu leifar af sækúastofni fyrri tíma. Dýrin voru nefnilega fullkomlega varnarlaus gegn ásókn manna, fremur en flest önnur. Þau voru ekki vitund mannfælin, og það var vandalaust að ganga beint að þeim á ströndinni eða róa út til þeirra á smábát og vinna á þeim í návígi með spjóti eða skutli. Hver fjölskylda var í hnapp og það var auðvelt að drepa hana í ró og næði, hvert dýrið á fætur öðru. Steller lýsti sárum þjáningum dýranna og því, hvernig heil strandlengja var lögð í eyði af gráðugum veiði- mönnum. Eftir að þeir sem lifðu af Ber- ingsleiðangurinn voru komnir heim til siðmenningarinnar og höfðu sagt frá hinni auðunnu bráð, sem gaf af sér mikið af verðmætu kjöti og fitu, lögðu rússneskir veiðimenn af stað, á næstu árum í hina löngu för til Beringshafs, og útrýmingin gekk hratt. Þegar árið 1768 —• þ. e.a.s. innan við 20 árum eftir, álitu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.