Úrval - 01.11.1965, Qupperneq 129
SAGA BARKARDÝRSINS
127
styggilegi snjómaður hafa sézt sam-
kvæmt góðum heimildum, en við
viljum samt sem áður gjarnan fá
að sjá ljósmynd eða dýr sem hefur
verið fellt. Einn fugl í hendi er
betri en tveir í skógi.
Þegar ég var á unga aldri, sagði faðir minn eitt sinn við mig: „Reu-
ben, drengurinn minn, þegar þú verður fullorðinn, skaltu krækja þér
í einhvern landskika. Guð er hættur að skapa land, en hann heldur
sannarlega áfram að skapa fólk.“
R. A. Long
Öldungur: Maður, sem minnist þeirra tíma, er maður sá minna af
kvenfólkinu á ströndinni en maður sér nú af því á götunni.
Já, þær eru furðulegar, sumar þessar tilviljanir! Fullorðinn maður
hefur að meðaltali um 3.000 ferþumlunga af húð, sem er alveg mátu-
lega mikið til þess að þekja hann. Changing Times
Umferðarskilti: Haldið ykkur vinstra megin. Miðakreinin er aðeins
fyrir árekstra.
Eiginmaðurinn: „En ég var að hlusta, elskan."
Eiginkonan: „Það getur ekki verið. Þú hefðir orðið alveg bálreiður,
ef þú hefðir heyrt, hvað ég sagði.“
Vín, sem framleitt er í Kaliforníu 'og ber heitið kampavín, er merkt
með sérstökum miða, sem á stendur: VARIÐ YKKUR Á FRÖNSKUM
EFTIRLlKINGUM.
Þegar Jóhannes páfa XXIII. var sýndur uppdráttur að skjaldarmerki
hans, sagði hann: „Æ, látið Ijónið mitt ekki vera svona önugt á svip-
inn.“ James Simpson
Sjónvarpið er; það skemmtitæki, sem gerir milljónum manna fært
að hlæja samtímis að sömu skrýtlunní og halda þó áfram að vera
einmana. T. S. Eliot
Það er leitt, að þrátt fyrir öll mannréttindin, þá hafa ein mannrétt-
indi alveg gleymzt, sem sé rétturinn til Þess að vera sjálfum sér ó-
samkvæmur. Baudelaire
Hjónaband er eina starfsgreinin, sem leyfir konu að vinna 18 klukku-
tima á sölarhring án eftirvinnu.